Á gamlársdag var afreksfólk allra deilda veitt viðurkenning og íþróttamaður og íþróttakona FH valin. Fjjölmenni var á athöfninni áður en viðurkenningar voru veittar þá tók Viðar Halldórsson formaður FH formlega við ljóði eftir Árna Grétar Finnsson og  heitir það Lífsþor en aðstandendur Árna Grétars gáfu FH ljóðið , Kristjbjörg Kjeld leikkona flutti ljóðið.

Íþróttakona FH var valin Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona, íþróttakarl FH var valinn Einar Rafn Eiðsson handknattleiksmaður. Eru þau vel að valinu komin.