Miðasala á úrslitaleik FH og Vals í Coca-Cola bikar karla, sem fram fer í Laugardalshöll kl. 16 í dag, er í fullum gangi.

Forsala miða hófst í Kaplakrika kl. 10 í morgun og stendur yfir þar til bílalestin leggur leið sína í Dalinn. Þá býðst FH-ingum að kaupa FH-miða á Tix.is, en til þess má nota þennan hlekk: https://tix.is/is/specialoffer/tickets/7697/

Afar brýnt er að FH-ingar kaupi FH-miða, því sú sala rennur óskipt til handknattleiksdeildar FH!

Hlökkum til að sjá fulla stúku klædda í hvítt! Sækjum þessa dollu!

VIÐ ERUM FH!