Skráning í Páskahandboltaskóla FH er í fullum gangi. Skólinn verður 15.-18. apríl (mán-fim) og verður tvískiptur. Yngri hópur (f. 2009-2012) verður kl. 9-12 og eldri hópur (f. 2005-2008) frá kl. 12.30-15.00.

Umsjón um skólanum hafa Ómar Friðriksson (íþróttafræðingur og þjálfari 5. og 4. flokks karla), Embla Jónsdóttir (leikmaður mfl. kvenna og þjálfari 5. flokks karla) og Jörgen Freyr Ólafsson (þjálfari 5. flokks kvenna).

Skáning og greiðsla fer í gegnum Nóra (fh.felog.is) en námskeiðið kostar kr. 5000,-
Hægt er að kaupa staka daga og kosta þeir kr. 1500. Hægt er skrá þátttakendur á staka daga með því að senda tölvupóst á sigurgeirarni@fh.is.