Líkt og í fyrrasumar mun handknattleiksdeildin bjóða upp á samtals 6 vikna handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Þetta er í annað skipti sem FH býður upp á sumarhandboltanámskeið í þessu magni en viðbrögðin í fyrra fór langt fram úr væntingum. Lögð er áhersla á að yngri hópurinn, sem er eftir hádegi, hafi kost á því að ná heilsdags FH-námskeiði í sumar þar sem hann getur verið í knattspyrnuskólanum fyrir hádegi og handboltaskólanum eftir hádegi. Gleðilegt FH sumar! 🙂

 

Handboltaskóli FH sumarið 2019

Krakkar fæddir 2009-2013 (yngri hópur).

 • 1. námskeið: 11. – 14. júní (fjórir dagar)
 • 2. námskeið: 18. – 21. júní (fjórir dagar)
 • 3. námskeið: 24. – 28. júní
 • 4. námskeið: 1. – 5. júlí
 • 5. námskeið: 6. – 9. ágúst (fjórir dagar)
 • 6. námskeið: 12. – 16. ágúst

Tímasetningar yngri hóps (f. 2009-2013):

Kl. 12:45-15:45
(gæsla í hádeginu og eftir námskeið til kl. 17:00)

Gæslan er innifalin í verði.

Handboltaskólinn er hvoru tveggja ætlaður byrjendum í handbolta sem og þeim sem eru lengra komnir. Áhersla verður lögð á grunnþætti eins og kast, grip, fintur og samspil. Leikgreind og ákvörðunartaka verður einnig þjálfuð. Fyrst og fremst verða þó æfingarnar sniðnar að getu hvers og eins og lögð er mikil áhersla að leikgleðin verði í fyrirrúmi.

Verð fyrir hvert námskeið er aðeins kr. 6000 (fjögurra daga vikur kr. 4800).
Skráning er í gegnum NORA-kerfið (fh.felog.is).

 

Handboltaskóli FH sumarið 2019

Krakkar fæddir 2005-2008 (eldri hópur)

 • 1. námskeið: 11. – 14. júní (fjórir dagar)
 • 2. námskeið: 18. – 21. júní (fjórir dagar)
 • 3. námskeið: 24. – 28. júní
 • 4. námskeið: 1. – 5. júlí
 • 5. námskeið: 6. – 9. ágúst (fjórir dagar)
 • 6. námskeið: 12. – 16. ágúst

Tímasetningar ELDRI hóps (f. 2005-2008):

Kl. 9:30-11:30

Við mælumst til þess að krakkarnir taki með sér ávexti/hressingu/drykk til að fylla á orkubirgðirnar þegar æfing dagsins er hálfnuð.

Áhersla handboltaskólans verður á skottækni, ákvörðunartöku, leikskilning og samspil. Einnig verður unnið mikið með að spila á háu tempói (mikill hraði og mikill kraftur) sem og að kenna lykilþætti góðs varnarleiks.

Verð fyrir hvert námskeið er aðeins kr. 5500 (fjögurra daga vikur kr. 4400)
Skráning er í gegnum NORA-kerfið (fh.felog.is).

 

Skólastjóra handboltaskólans er Jörgen Freyr Ólafsson, þjálfari.

Nánari upplýsingar gefa Sigurgeir Árni (sigurgeirarni@fh.is)