Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir samning við FH sem gildir út tímabilið 2020. Hann kemur til FH frá Stjörnunni þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016, hann spilað einnig með KR, Keflavík og Völsungi hér á landi ásamt því að hafa spilað í atvinnumennsku hjá Bryne FK og SønderjyskE. Baldur hefur spilað 377 deildar – og bikarleiki á Íslandi og skorað í þeim 95 mörk ásamt því að hafa spilað 40 Evrópuleiki og skorað í þeim 5 mörk. Hann er margfaldur Íslands – og bikarmeistari og mun reynsla hans nýtast FH liðinu á komandi tímabili. Við bjóðum Baldur velkominn í Kaplakrika. #ViðerumFH