Kæru foreldrar og forráðamenn

Í ljósi blaðamannafundar sem er nýlokið þá er í skoðun hjá Fimleikafélag Hafnarfjarðar hvernig við útfærum það sem kom fram á fundinum m.t.t. æfinga ofl.

Upplýsingar verða sendar strax út þegar við vitum meira og nánari fyrirmæli hafa verið gefin út af íþróttahreyfingunni sem og Hafnarfjarðarbæ

Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna því skilning á meðan farið er yfir stöðuna sem upp er komin.

Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins en það er undir hverjum og einum foreldri/forráðamanni komið að senda sín börn til æfingar.

 

F.h  Fimleikafélags Hafnarfjarðar

Elsa Hrönn Reynisdóttir

Framkvæmdastjóri FH