Hlekkur á sumarnámseiðin er hér:

https://www.sportabler.com/shop/FH

Í sumar mun handknattleiksdeildin bjóða upp á handboltanámskeið  fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára.

Kennt verður báðum sölum og verða hópaskipt eftir aldri og námskeiðið sniðið eftir getu þátttakenda. Námskeiðið er hvoru tveggja tilvalið fyrir lengra komna til að auka handboltagetu sína sem og fyrir nýja iðkendur að prófa handbolta.

Handboltaskóli FH sumarið 2021

  1. námskeið: 14. – 18. júní (4 dagar) frá kl. 13-16.
  2. námskeið: 21. – 25. júní frá kl. 13-16.
  3. námskeið: 28. júní – 2. júlí frá kl. 13-16.
  4. námskeið: 5. – 9. júlí frá kl. 13-16
  5. námskeið: 3. – 6. ágúst (4 dagar) frá kl. 13-16.
  6. námskeið: 9. – 13. ágúst frá kl. 13-16.
  7. námskeið: 16. – 20. ágúst frá kl. 13-16.

 

Verð pr. námskeið er kr. 6500 (5200 á 4 daga námskeið)

Iðkendur sem koma á námskeiðið fá bolta til eignar sem er innifalinn í verði.

Við mælumst til þess að krakkarnir taki með sér ávexti/hressingu/drykk til að fylla á orkubirgðirnar þegar æfing dagsins er hálfnuð.

Áhersla handboltaskólans verður á skottækni, ákvörðunartöku, leikskilning og samspil. Einnig verður unnið mikið með að spila á háu tempói (mikill hraði og mikill kraftur) sem og að kenna lykilþætti góðs varnarleiks.

Skólastjóri námskeiðsins er Jörgen Freyr Ólafsson (jorgenolafsson@gmail.com – s. 8930460) en auk hans munu fjölmargir þjálfarar handknattleiksdeildar FH þjálfa á námskeiðinu námskeiðið.