Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið Elísu Lönu Sigurjónsdóttur í hóp fyrir úrtaksæfingar fyrir U15 kvenna dagana 29. júní – 2. júlí næstkomandi á Selfossi .

Lúðvík hefur einnig valið í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 karla dagana 6. – 9.júlí næstkomandi á Selfossi þá Adrian Nana Boateng, Andra Clausen, Arngrím Bjart Guðmundsson, Baldur Kára Helgason og Dag Traustason.

Þá hefur Davíð Snorri Jónasson valið þá Loga Hrafn Róbertsson og Róbert Thor Valdimarsson á úrtaksæfingar vegna U17 landsliðs karla sem fram fara 6. – 8. júlí næstkomandi.

Við óskum þeim öllum til hamingju og valfarnaðar í verkefnunum sem framundan eru.