Karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH stóð sig frábærlega á árinu 2020. Á meistaramóti Íslands innanhúss sigraðið liðið með 9 stiga forystu og vann FH alls 11 greinar. FH vann bikarkeppni FRÍ innanhúss með 5 stigum og vann 8 greinar af 16. Ekki var keppt til stiga utanhúss vegna COVID. Liðið var valið afrekslið Hafnarfjarðar á verðlaunahátíð bæjarins þann 29. desember.

Íslandsmet á árinu voru mörg. Hilmar Örn Jónsson sló Íslandsmet í lóðkasti og sleggjukasti, en alls bætti Hilmar Örn Íslandsmetið í sleggjukasti fjórum sinnum. Vigdís Jónsdóttir sló einnig Íslandsmet í lóðkasti og sleggjukasti á árinu og bætti hún metin nokkrum sinnum á árinu. Þá setti Kolbeinn Höður Gunnarsson Íslandsmet í 200 m hlaupi innanhúss.

Við óskum liðinu innilega til hamingju.