Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið Heklu Björk Sigþórsdóttir og Sæunni Helgadóttur í hóp fyrir úrtaksæfingar U16 kvenna dagana 2o.– 22. janúar næstkomandi sem fara fram í Skessunni.

Þá hefur Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U16karla  valið þá Adrian Nana Boateng, Andra Clausen, Arngrím Bjart Guðmundsson, Baldur Kára Helgason, Dag Óla Grétarsson og Dag Traustason dagana í  hóp fyrir úrtaksæfingar U16 karla 2o.– 22. janúar næstkomandi sem fara fram í Skessunni.

Við FH-ingar erum einstaklega stolt af unga afreksfólkinu okkar og óskum þeim öllum til hamingju og valfarnaðar í verkefnunum sem framundan eru.