Það er nóg að gera hjá ungu fótboltakrökkunum okkar á mismuandi vígstöðum þessa dagana.

Davíð Snorrason hefur valið þá Hörð Inga Gunnarsson og Þóri Jóhann Helgason til þáttöku á EM U-21 landsliða sem fer fram í lok mars. Þeir halda til Ungverjalands þar sem liðið mun spila á móti Rússlandi, Dönum og Frökkum.

Við óskum Herði og Þóri góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim heima í stofu strax í næstu viku.

 

Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla valið þá Dag Þór Hafþórsson, Úlf Ágúst Björnsson og Loga Hrafn Róbertsson til æfinga sem fara fram dagna 25-28 mars næstkomandi í Skessunni.

 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla hefur valið þá Elmar Rútsson og Lárus Orra Ólafsson í æfingahóp sem mun hefja æfingar í næstu viku þann. Æfingarnar fara fram dagana 22. til 24. mars í Skessunni.

 

Við óskum þessum flottu fótboltadrengjum velfarnaðar í sínum verkefnum.

Áfram FH