Frjálsíþróttardeild FH auglýsir starf  framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um nýja stöðu er að ræða og er óskað eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir 50% starfshlutfalli með möguleika á frekari vinnu með áframhaldandi vexti deildarinnar.

Framkvæmdastjóri mun heyra undir stjórn frjálsíþróttadeildar FH og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri deildarinnar. Meðal verkefni framkvæmdastjóra er að sjá um starfsmannahald, fjármál og samskipti við hagsmunaaðila, sinna áætlunargerð, kynningu á starfi deildarinnar, skipulagningu mótahalds auk fjáröflunar.

Frekari upplýsingar um starfið má nálgast hér: https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-25