FHingar í U17 kvenna

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Skotland 4. og 6. febrúar næst komandi. FH-ingarnir Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Diljá Ýr Zomers og Helena Ósk Hálfdánardóttir eru í hópnum. Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel. Einnig er gaman að nefna það að þær Rannveig Bjarnadóttir og Aníta Dögg Guðmundsdóttir eru í æfingahóp U19 sem kemur saman...

Read More

Upplýsingar um Íþróttaskóla FH

Íþróttaskóli FH hefur starfað frá árinu 1995 og er markmið hans að bjóða börnum á aldrinum 2-6 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Við komum til með að vinna á stöðvum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og hlýlegu umhverfi. Skólatími er á laugardögum: 2 og 3 ára börn er frá 9:30 – 10:30 4 – 6 ára börn eru frá 10:30 – 11:30 Skráning á...

Read More

PUB QUIZ Í KAPLAKRIKA

Fimmtudaginn 18.janúar kl 20:00 stendur knattspyrnudeild FH fyrir Pub quiz í Sjónarhól þar sem þjálfarar meistaraflokkana þeir Orri Þórðarson og Ólafur Kristjánsson er spyrlar og spurningahöfundar. Þeir munu einnig ræða um komandi tímabil í upphafi og taka við spurningum. Það er að sjálfsögðu frítt inn og væri gaman að sjá sem flesta FH-inga mæta og byrja undirbúning fyrir komandi tímabil....

Read More

Íþróttakarl og íþróttakona FH

Á gamlársdag fór fram val á íþróttakarli og íþróttakonu FH, fyrir valinu urðu frjálsíþróttafólkið Hilmar Örn Jónsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Hilmar Örn kastaði sleggjunni 72,38 m í Eugene í Bandaríkjunum, gefur þessi árangur 1077 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu er það næstbesti árangur Íslendings í greininni frá upphafi, en Hilmar Örn er yngsti Íslendingurinn sem hefur kastað sleggjunni yfir 70 metra. Er þessi árangur Íslandsmet í flokki 20-22 ára pilta. Hilmar er á sínu öðru ári í háskóla í Bandaríkjunum og náði hann að komast á ACC Championships og sigra á því móti sem er einstakt fyrir nýliða í...

Read More

FH-ingar sigursælir á Viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH

FH-ingar sigursælir á Viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr FH var valin íþróttakona Hafnarfjarðar 2017. Arna Stefanía varð Íslandsmeistari á árinu og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum 2017 í 400m grindahlaupi í kvennaflokki. Hún varð Norðurlandameistari kvenna í 400m hlaupi innanhúss og vann brosverðlaun á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í 400m grindahlaupi. Arna Stefanía og Sigurður Ólafsson fengu enn fremur sérstaka viðurkenningu fyrir Norðurlandameistaratitla sína á árinu, þ.e. Arna fyrir 400m hlaup innanhúss og Sigurður fyrir stangarstökk...

Read More

Nýlegt af Twitter

  • Leik lokið með 2-1 sigri HK. Þökkum þeim fyrir leikinn
  • Skemmtilegt samspil á milli Grétars og Robbie sem endar með stórkostlegri markvörslu...
  • Frábær sókn sem endar með skoti frá Castillion en HK maður komst fyrir skotið. FH liggur á HK mönnun en þeir verjast vel.
Share This