Höfundur: Árni Freyr Helgason

Upphitun: FH – Grótta, 26. mars 2017

Þrír leikir eftir. Allt undir. Ef FH vinnur þá alla er liðið deildarmeistarar í fyrsta sinn. Ekki síðan eitthvað. Í fyrsta sinn. Mótherjarnir í dag eru ekkert grín, það er ekki mikið búið að fara fyrir þeim í fjölmiðlum en síðustu vikur hafa þeir í rólegheitum verið að slíta sig úr fallabaráttuni og klífa töfluna, en þurfa helst þrjú stig til að gulltrygga áframhaldandi veru í Olís deildinni. Þeir eru búnir að sækja fjögur rándýr stig í síðustu þrjá leiki og spila sinna besta handbolta í vetur. Þeir gerðu jafntefli við Selfoss, sigruðu á Ásvöllum og náðu svo að...

Read More

Aftur er toppurinn innan seilingar | Mosfellingar lagðir að velli í Krikanum

Lið FH kom sér í kjörstöðu í Olísdeild karla með sterkum sigri á öflugu liði Aftureldingar, 30-26, í Kaplakrika í gærkvöldi. Fyrir leik var vitað að verkefnið yrði erfitt. Lið Aftureldingar, sem var besta lið Olísdeildarinnar fyrir áramót, hefur að vísu ekki fundið sig almennilega á árinu 2017. Mosfellingar unnu hins vegar góðan sigur í umferðinni á undan, gegn Stjörnunni, og komu sér með því aftur á sporið. FH-ingar höfðu að sama skapi ekki spilað vel í einum og hálfum leik fyrir viðureign liðanna tveggja, eftir frábæra byrjun á árinu. Það var því erfitt að spá í það fyrirfram,...

Read More

Upphitun: FH – Afturelding, 23. mars 2017

Það eru fjórir leikir eftir í deildinni. Okkar menn eru fjórum stigum frá toppnum, með leik til góða gegn Gróttu sem var frestað til sunnudags en fyrst eru það lærisveinar Einars Andra sem þurfa að koma í heimsókn í Kaplakrika. Afturelding voru yfirburðarlið fyrir áramót en hafa hikstað í síðustu umferðum. Þeir hafa aðeins náð í fjögur stig af síðustu tíu. Þetta hefur fellt þá úr fyrsta sæti í þriðja. Þeir eru ásamt okkar mönnum með 29 stig en á undan okkar mönnum á innbyrðis viðureignum. Það lið sem vinnur leik kvöldsins í kvöld er endanlega búið að tryggja...

Read More

Unnið eða tapað stig í toppbaráttunni í gær

Fúlt eða flott? Það var enginn fyllilega sáttur í Kaplakrika í gærkvöldi. Hvorki Framari né FH-ingur. Framarar voru grautfúlir yfir að hafa klúðrað fjögurra marka forystu á síðustu mínútunum, FH-ingar fúlir með að hafa varla mætt til leiks. Grátlegt að tapa stigi gegn botliðinu en frábært að hafa náð að vinna upp stöðuna eins og hún var. En þetta lið getur svo miklu betur, við vitum það, þeir vita það. Leikurinn var kaflaskiptur. FH náði 3-4 marka forystu tvisvar en glataði henni jafnóðum, og Framarar voru ýmist frábærir og skelfilegir. Arnar Birkir fór á kostum í sókninni hjá þeim...

Read More

Upphitun: FH – Fram, 15. mars 2017

23. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld þegar að FH-ingar taka á móti Fram í Kaplakrika kl. 19:30. Ekki er hægt að segja annað en að liðin þekkist vel, eftir að hafa mætt hvoru öðru tvisvar með stuttu millibili í síðasta mánuði. Báðir leikirnir fóru fram á heimavelli Framara í Safamýrinni og báðum lauk með sigri okkar manna, þeim fyrri með yfirburðasigri en þeim síðari eftir spennandi leik þar sem Framarar höfðu yfirhöndina lengi vel. Í ljósi þess hve vel strákarnir þekkja Framliðið, þá vita þeir betur en svo að halda að leikurinn vinnist með vinstri í kvöld. Safamýrarpiltar...

Read More

Nýlegt af Twitter