Höfundur: Árni Freyr Helgason

Upphitun: FH – Afturelding, 27. apríl 2017

Síðasti leikur var stórfengleg skemmtun, fyrir FH-inga. Afturelding var gjörsamlega tekin í fyrri hálfleik og þökk sé góðum varnarleik og agaðari sókn voru okkar menn með 7 marka forystu í hálfleik. Lið spila ekki betur en andstæðingurinn leyfir og það gekk ekkert upp hjá strákunum hans Einars Andra, einn bolti í stöng er óheppni, fimm er eitthvað meira en það. Í seinni hálfleik gerði Afturelding heljarinnar atlögu en þrátt fyrir að hafa náð að minnka muninn í tvö mörk leystu Hafnfirðingar verkefnið með mikilli þolinmæði, ekki síst þökk sé flottu framlagi frá fyrirliðanum Ásbirni og línutröllinu Jóhanni Karl sem...

Read More

Leikur 1: Strákarnir ruddu sér leið til sigurs | FH 1 – 0 UMFA

Þetta var ekki flottasti sigur sem við höfum séð í vetur, en staðan er engu að síður 1-0 fyrir FH. Halldór Jóhann sagði eftir leik í viðtali að þetta hefði verið dæmigerður fyrsti leikur í svona rimmu, mikil barátta, kannski á kostnað handboltans. Í raun skiptir það engu máli hvernig svona leikir vinnast, tvíframlengdir leikir sem vinnast á lokaaugnablikinu með marki frá markmanni þvert yfir völlinn, telja jafn mikið og tuttugu marka sigrar. 1-0, það er það sem skiptir máli. Það var fjölmennt báðum megin í kvöld og trommusveitin hélt upp stuðinu allan tímann. Eftir að ljósasýningunni lauk fór...

Read More

Upphitun: FH – Afturelding, 19. apríl 2017

Nú eru þau fjögur talsins, liðin sem standa eftir. Vegferðir þeirra það sem af er eru misjafnar, en takmark þeirra allra er hið sama – að landa Íslandsmeistaratitlinum árið 2017. Þeim allra stærsta. Slagurinn hefst annað kvöld, og þá fá okkar menn í FH lið Aftureldingar í heimsókn. Nú fer að hitna almennilega í kolunum. FH og Afturelding eiga það sameiginlegt, að hafa sópað sínum viðureignum og þannig fengið viku í hvíld áður en að þessi rimma hefst. Okkar menn tryggðu sig áfram með sannfærandi 11 marka sigri á Seltjarnarnesi síðastliðinn þriðjudag, en fyrri leikurinn gegn Gróttunni vannst með minnsta...

Read More

Stórsigur á Nesinu tryggði strákunum okkar sæti í undanúrslitum

Í gær barst yfirlýsing frá meistaraflokki FH: Við erum komnir til að vinna. Fyrir þremur dögum höfðu FH-ingar nauman sigur á liði Gróttu í Kaplakrika. Það var ekki laust við að einhverjir settu spurningamerki við deildarmeistarana eftir frammistöðuna. Það verður gaman að heyra hvað spekingar segja eftir þennan sigur, því FH mætti til leiks og einfaldlega braut fínt lið Gróttu. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Sókn Gróttu réð einfaldlega ekkert við FH-vörnina. Það þarf að taka fram að þeir söknuðu sárt Þráins Orra á línunni, en það breytir því ekki að þegar heimamenn reyndu að...

Read More

Strákarnir okkar komnir í 1-0 eftir framlengdan spennuleik

Deildarmeistarar FH eru komnir í 1-0 í rimmu sinni gegn Gróttu í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins, en rimman hófst í Kaplakrika í gærkvöldi. Leikurinn var hörkuspennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit, en að lokum fór svo að okkar menn héldu ró sinni og kláruðu verkefnið. Það voru gestirnir af Seltjarnarnesi sem voru með frumkvæðið til að byrja með. Lengst af leiddu þeir með 2-3 mörkum, og munaði þar helst um að sóknarleikur okkar manna gekk ekki sem skyldi. Varnarleikur Gróttu var að sama skapi afar góður, og náðu gestirnir að stoppa það flæði sem einkennt hefur...

Read More

Nýlegt af Twitter