Höfundur: Árni Freyr Helgason

Riðlakeppnin í húfi | Upphitun: FH – TATRAN Presov, laugardaginn 2. desember 2017 kl. 14:00

Gleðilega hátíð! Framundan, kæru FH-ingar, er einn stærsti Evrópuleikur félagsins í sögunni – og sá allra stærsti um langra hríð. Eftir ágætis úrslit í Slóvakíu um síðustu helgi eru möguleikar FH á sæti í riðlakeppni EHF-bikarsins sannarlega fyrir hendi. Til þess þurfa FH-ingar að eiga frábæran leik gegn feiknasterku liði Tatran Presov, sem kemur í heimsókn á laugardag. Það er því mikilvægt að hita aðeins upp fyrir átökin. Strákarnir lögðu sig alla fram Segja má með góðri samvisku að strákarnir hefðu ekki getað óskað sér betri leik milli Evrópuverkefna, en þann sem þeir fengu í fyrradag. Framarar mættu í...

Read More

Upphitun: FH – Fram, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 19:30

Það þarf að fara aftur til 22. október 2015 til að finna síðasta leik sem Fram vann gegn FH. Síðan þá hafa liðin leikið sex sinnum í öllum keppnum og hafa leikar farið svona: 26-43, 27-27, 28-32, 28-38, 29-28, 23-29. Fimm sigrar, eitt jafntefli og tveir sigrar með 10 eða meiri. Haldið þið að þeir séu ekki orðnir þreyttir á þessu, haldið þið að þeir séu ekki búnir að bíða síðan í fyrstu umferð eftir að hefna þess þegar strákarnir okkar mættu í Safamýri og skoruðu 43 mörk? Haldið þið að þeir muni ekki mæta gjörsamlega dýrvitlausir í þennan...

Read More

Upphitun: FH – Stjarnan, miðvikudaginn 22. nóvember 2017

Stundum æxlast þannig í íþróttum að leikur verður miklu mikilvægari en maður bjóst við fyrir mót. Þannig er staðan fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. FH-ingar voru á svakalegu skriði fyrir viku og núna er orðið full auðvelt að vera bölsýnn yfir næstu vikum. Besta meðalið við slíku er sigur og við erum heppin að fá strax annan leik eftir svekkjandi tap gegn Selfossi. Mótherjinn Gengi Stjörnunar hefur verið upp og niður í vetur. Í síðustu umferð slátruðu þeir ÍR en þar áður töpuðu þeir fyrir Val. Þeir sitja um miðja deild og virðast ekki beint líklegir til að blanda...

Read More

Slæmur fyrri hálfleikur reyndist dýrkeyptur í fyrsta tapi vetrarins

Topplið FH í Olís deild karla mátti í fyrsta sinn sætta sig við tap í kvöld. Voru það Eyjamenn sem urðu fyrstir til að leggja okkar menn að velli í kaflaskiptum leik, en honum lauk 33-34 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá liði FH, sem var með forystuna fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo. Eyjamenn voru þó aldrei langt undan, vanalega munaði 1-2 mörkum á liðunum og allt útlit fyrir hörkuleik til enda. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan jöfn, 11-11, og virtist allt saman vera í jafnvægi. Þá hófst hins vegar sá leikkafli sem í...

Read More

Upphitun: FH – ÍBV, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 19:30

Bíóinu er lokið og FH er komið áfram í Evrópukeppninni, aftur. Ég held að enginn muni mótmæla því að strákarnir hafa staðið sig sem stakri prýði í öllu þessu rugli, létu þetta ekki trufla sig í leikjum hér heima og mættu svo bara til Rússlands og unnu blessaða Rússana, aftur. En nú tekur alvara lífsins við, og deildin hættir ekki bara þó menn þurfi að fara í nokkur þúsund kílómetra ferðalag, aftur. Á miðvikudag mæta Eyjamenn í Kaplakarika. Fyrir mót var liðinu spáð titlinum af nánast öllum og af talinu mátti halda að mótið væri bara formsatriði. Það er...

Read More

Nýlegt af Twitter

  • 72. mín // skipting: ⬅️ Halldór Orri. ➡️ Brynjar Sigþórs.
  • 65. mín / skiptingar: ⬅️ Grétar og Teitur. ➡️ Baldur Logi og Einar Örn.
  • FH-KR // 57. mín // 0-2 // Skúli Jón Friðgeirsson