Höfundur: Árni Freyr Helgason

Annað árið í röð fékk Afturelding rothögg | Strákarnir okkar í undanúrslit!

Staðan er 3-0 fyrir Aftureldingu, þeir fá víti. Svarthvítu hetjunum hefur ekki ennþá tekist að koma tuðrunni framhjá Lárus Helga í marki Mosfellinga, og ekki laust við að kominn væri smá pirringur í stuðningsmenn FH. Gestur Ólafur stígur á punktinn og dúndrar í fyrsta, Ágúst Elí gjörsamlega étur boltann. Allt í einu lifnar yfir FH. Vörnin fór að taka á mönnum almennilega og sóknarleikurinn fann taktinn. Það skaðaði ekki að harður, grófur varnarleikur Aftureldingar fór að uppskera tveggja mínútna brottvísarnir réttilega, stundum fyrir half kómísk brot. Það er eitt að taka á mönnum, annað að kýla sóknarmenn tvisvar í...

Read More

Upphitun: FH – Afturelding, föstudaginn 13. apríl 2018 | Loksins hefst úrslitakeppnin!

Ég segi það líklega fyrir hönd flestra, þegar ég segi: mikið var! Eftirvæntingin fyrir úrslitakeppninni í Olísdeild karla hefur líklega sjaldan eða aldrei verið meiri heldur en nú! Nú fyllast hallirnar. Nú gerast stóru atvikin. Nú fáum við endanlega að sjá, hvert er besta lið landsins. Hvaða lið það reynist vera, er alls kostar óvíst. Hver sem er getur unnið þetta mót. Þau lið sem í þessari viðureign mætast, geta það bæði. Svo sannarlega. Strákarnir okkar – deildarmeistarar ársins í fyrra, úrslitaeinvígið í Íslandsmótinu sama ár, 3. sæti í deild í ár – hafa sýnt það og sannað að...

Read More

Upphitun: FH – Selfoss, sunnudaginn 18. mars kl. 19:30

Staðan? Hún er ósköp einföld. Það er þessi tími ársins. Eftir að hafa verið á toppnum í allan vetur, er komið að úrslitastundu. Tveir leikir, tveir sigrar, þá er deildin okkar annað árið í röð. Þetta byrjar á morgun, gegn því liði sem einna helst hefur gert sig líklegt til að hirða af okkur tignina. Það dugir ekkert nema sigur. Selfoss er annað af aðeins tveimur liðum sem tekist hefur að leggja okkar menn að velli í deildinni í vetur, ásamt ÍBV. Það var þegar liðin mættust í Vallaskóla þann 19. nóvember síðastliðinn, er Selfyssingar unnu eins marks sigur,...

Read More

Flautumark Óðins vængstýfði Valsmenn

Þetta var aldrei í hættu, er það nokkuð? Nei, nei ekkert okkar efaðist, allir pollrólegir yfir þessum leik. Já, eða þannig. FH fékk Val í heimsókn í gærkvöld, sama lið og skoraði fimm mörk á FH í fyrri hálfleik síðast þegar liðin spiluðu. Nei nei, ég efaðist aldrei að við myndum landa þessu, en þú? Hélt það, við vorum öll alveg slök. Að öllu gríni slepptu, þá var erfitt að horfa á þennan leik. Frá fimmtu mínútu og þar til á bókstaflega síðustu sekúndu leiksins voru Valsmenn þessum 1-3 mörkum yfir. FH komst í 3-1 en svo jöfnuðu Valsarar...

Read More

Upphitun: FH – Valur, mánudaginn 19. febrúar 2018

Það styttist óðfluga í annan endann á deildarkeppninni, og er svo komið að næstsíðasti heimaleikur okkar manna í deildinni fer fram annað kvöld. Þessi viðureign er ekkert smáræði, enda mætast þar stálin stinn – stórveldin tvö í íslenskum handbolta, FH og Valur. Er þetta með allra stærstu deildarleikjum ársins, og án efa einn þeirra sem mun ráða úrslitum þegar talið verður upp úr pokunum í lok næsta mánaðar. Síðustu tveir leikir hafa verið daprir af hálfu FH-liðsins, sem annars hefur farið á kostum í vetur. Þar stóð bikarleikurinn gegn Fram upp úr, en 7 marka tap á heimavelli er...

Read More

Nýlegt af Twitter