Höfundur: Árni Freyr Helgason

Upphitun: FH – Valur, mánudaginn 19. febrúar 2018

Það styttist óðfluga í annan endann á deildarkeppninni, og er svo komið að næstsíðasti heimaleikur okkar manna í deildinni fer fram annað kvöld. Þessi viðureign er ekkert smáræði, enda mætast þar stálin stinn – stórveldin tvö í íslenskum handbolta, FH og Valur. Er þetta með allra stærstu deildarleikjum ársins, og án efa einn þeirra sem mun ráða úrslitum þegar talið verður upp úr pokunum í lok næsta mánaðar. Síðustu tveir leikir hafa verið daprir af hálfu FH-liðsins, sem annars hefur farið á kostum í vetur. Þar stóð bikarleikurinn gegn Fram upp úr, en 7 marka tap á heimavelli er...

Read More

Vandræðalaus sigur gegn Víkingi styrkti stöðuna á toppnum

Topplið FH vann enn einn sigurinn í Olísdeild karla í vetur þegar næstneðsta lið deildarinnar, Víkingur, kom í heimsókn í Kaplakrika. Strákarnir afgreiddu þennan leik af mikilli fagmennsku. Fyrsta mark leiksins var Víkinga, en því fylgdu síðan 8 mörk FH-inga í röð. Eftir 10 mínútna leik var leiknum því nánast lokið, augljóst var fyrir hverjum sem leikinn sá að Víkingar myndu ekki hirða stig úr Krikanum í þetta skiptið. Gestirnir minnkuðu muninn úr 7 mörkum niður í 4 mörk um miðjan fyrri hálfleikinn, en sú mótspyrna dugði skammt. Góður varnarleikur og frábær markvarsla Birkis Fannars Bragasonar sá til þess,...

Read More

Upphitun: FH – Víkingur, sunnudaginn 4. febrúar 2018

Bara þrír deildarleikir eftir í Kaplakrika? Já svo er víst. Það eru ekki nema sjö deildarleikir eftir af tímabilinu sem hefur verið frábært en nú er komið að því að sigla þessu heim. Fjórtan stig í pottinum og næstu tvö þarf að hirða af Víking. Eftir hálf eilíft landsleikjahlé héldu svart-hvítu hetjurnar út á Seltjarnes og minntu hressilega á sig. Ellefu marka sigur gefur góða mynd af seinni hálfleik en það tók engu að síður smá stund fyrir FH-inga að hrökkva í gang. Þeir spiluðu vel en náðu ekki alltaf þeim hæðum sem við höfum séð frá þeim í...

Read More

Hvít jól í Hafnarfirði 2017

Hvít jól í Hafnarfirði! Leikur ársins fór fram í Kaplakrika í gærkvöld. Heimamenn í FH, topplið deildarinnar, tóku á móti nágrönnum sínum frá Ásvöllum í síðasta leiknum fyrir jól. Allir voru spenntir, allir voru ögn stressaðir en ég held að enginn hafi átt von á að leikurinn yrði svona góð skemmtun. Fyrir leikinn var FH ekki búið að vinna erkifjendurna á heimavelli í alltof langan tíma. Fyrir leikur liðanna fór fram á Ásvöllum í lok september og unnu FH-ingar hann nokkuð örugglega, en Hauka-liðið er töluvert sterkara núna en fyrir þremur mánuðum. Fyrri hálfleikur var í járnum. Jafnt var...

Read More

Upphitun: FH – Haukar, mánudaginn 18. desember 2017

Gleymdu veðurspánni. Í kvöld, rétt tæpri viku fyrir jól, fæst spurningunni svarað – verða þau hvít eða rauð í ár? Haukar Búast má við Ásvellingum ákveðnum á fjölum Kaplakrika í kvöld, enda er margt í húfi að þessu sinni. Að sjálfsögðu er slegist upp á montréttinn að venju, en fleira kryddar þennan slag. Fyrir það fyrsta vilja grannar vorir bæta upp fyrir fyrri leik liðanna í deildinni þetta árið, en honum lauk með góðum sigri strákanna okkar (23-27) á útivelli. Í öðru lagi myndi sigur FH-liðsins þýða, að munurinn á liðunum yrði 7 stig í hléinu. FH-ingar sætu þá sem...

Read More

Nýlegt af Twitter

  • Atli Viðar og Gísli koma inná á 74 mín fyrir Atla Guðna og Halldór Orra
  • 3-1 Selfoss að skora.
  • FH gerir breytingu á 66 mín Davíð Þór kemur útaf og inná kemur Baldur Logi.