Höfundur: Árni Freyr Helgason

Upphitun: FH – Valur, undanúrslit Coca-Cola bikarsins, föstudaginn 24. febrúar 2017

FH – Valur í undanúrslitum bikarsins. Bæði lið sjóðandi heit, og allir með tröllatrú á verkefninu. Kunnulegt, ekki satt? Fyrir tveimur árum mættust þessi lið í einum mest spennandi bikarleik sem menn muna eftir. Ísak Rafnsson jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir og endurtók svo leikinn þegar öll von virtist úti í framlengingunni. Að lokum fóru okkar menn með góðan sigur af hólmi og komust í úrslit þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir gríðarsterku liði ÍBV. Staða liðanna í deildinni er svipuð, Valur er búið að vera jójó lið dauðans (orð þjálfara þeirra) í leikjum í...

Read More

Strákarnir áttu Stjörnuleik í Garðabæ

Sigurganga FH-liðsins hélt áfram í gærkvöldi þegar strákarnir unnu þægilegan 10 marka sigur á Stjörnunni, 25-35, í 19. umferð Olísdeildarinnar. Liðið leit vel út strax frá upphafi leiks. Frá fyrstu mínútu spiluðu FH-ingar líkt og þeir sem valdið höfðu, og var það í raun einungis góð frammistaða Ólafs Gústafssonar í liði Stjörnunnar sem kom í veg fyrir að FH-ingar slitu sig frá Garðbæingum fyrr en raun bar vitni. Sóknarleikur strákanna gekk snurðulaust fyrir sig, og áttu hvorki varnarmenn né markvörður Stjörnumanna nokkur svör við honum. Þegar vörn okkar fann svo lausn við Ólafi, var ekki spurning um hvort FH-ingar...

Read More

Final 4 bíður okkar manna | Áfram í bikarnum eftir annan sigur í Safamýri!

Undanúrslit í bikar eru framundan hjá liði FH eftir að liðið lagði Fram að velli í Safamýri í kvöld, 28-32, í baráttuleik. Um var að ræða þriðja leik FH-liðsins á árinu, og jafnframt þriðja sigur þess. Ljóst var frá því snemma að leiknum að Framarar ætluðu sér ekki að láta FH-liðið leggja sig jafn auðveldlega og viku áður, þegar okkar menn sóttu 10 marka sigur í greipar Framara í deildinni. Strákarnir okkar höfðu yfirhöndina fyrsta korterið í leiknum, en þegar Framarar komust marki yfir um það leyti þá var eins og þungri byrði hefði verið létt af Safamýrarpiltum –...

Read More

Strákarnir öryggið uppmálað í fyrsta heimaleik ársins | 6 marka sigur á Akureyri

Eftir frábæran sigur á Fram á fimmtudaginn var næsta vekefni strákanna okkar að taka á móti Norðanmönnum í Kaplakrika. Fyrir leik vissu menn að sigur myndi færa okkur (allavega í einn dag) upp í annað sætið, aðeins tveimur stigum frá toppliði Aftureldingar og framúr hinu liðinu í Hafnarfirði á markatölu. Gestirnir voru hinsvegar nýbúnir að leggja Valsara glæsilega að velli og gátu með sigri lyft sér úr fallsæti. Okkar menn byrjuðu betur og fyrir utan 2-3 kafla strax í byrjun, héldu þeir forystunni allan leikinn. Eftir leikinn talaði Halldór um að hann væri að þjálfa upp hraðann í liðinu...

Read More

FH-ingar sköruðu Fram-úr í Safamýrinni | Akureyri í heimsókn á sunnudag

Þessi pása gat varla liðið nógu hratt! Eftir frábæran endi á síðasta ári hefja strákarnir okkar leik í Olísdeildinni á tveimur leikjum með þriggja daga millibili. Í gærkvöldi lögðu strákarnir Framara að velli með sannfærandi hætti í Safamýrinni, og á sunnudag er fyrsti heimaleikur liðsins á árinu þegar að Akureyringar mæta í Krikann. Stórsigur í Safamýri Strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku frumkvæðið strax í byrjun. Með því að skora fyrstu þrjú mörk leiksins sýndu leikmenn FH-liðsins að þeir voru ekki mættir í Safamýrina til að bora í nefið, heldur átti að sækja tvö stig. Fyrstu varnarsett liðsins voru...

Read More
  • 1
  • 2

Nýlegt af Twitter