Höfundur: Árni Freyr Helgason

Strákarnir ósigraðir á toppi deildarinnar eftir afgerandi sigur í Víkinni

FH-ingar halda áfram uppteknum hætti sem heitasta lið Olísdeildarinnar, en í kvöld voru það Víkingar úr Fossvogi sem þurftu að lúta í gólf fyrir svarthvítu hetjunum okkar. Lokatölur 22-36 fyrir FH, sem eru því enn ósigraðir í Olísdeildinni. Lið FH gerði eiginlega út um leikinn á fyrstu 10 mínútunum. Frábær varnarleikur og markvarsla auk góðs sóknarleiks á hinum endanum urðu til þess að fyrstu 7 mörk leikins voru okkar FH-inga. Sannkölluð óskabyrjun. Strákarnir héldu góðum dampi fram að hálfleik, og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn 9 mörk. Staðan í hálfleik var 9-18, FH í vil. Almennilegt. FH-ingar...

Read More

Rússneski björninn lagður í fyrri glímu einvígisins | FH 32 – 27 St. Pétursborg HC

Strákarnir okkar eru í kjörstöðu í einvígi sínu gegn St. Pétursborg HC í 2. umferð EHF-bikarsins, en fyrri leikur liðanna fór fram í Krikanum í gær. FH-liðið fór þar með öruggan 5 marka sigur af hólmi, 32-27, eftir að hafa verið með yfirhöndina lengst af í leiknum. Leikurinn var í járnum til að byrja með og var jafnt á flestum tölum fyrstu 20 mínútur leiksins. Lið St. Pétursborgar er mikið skyttulið, með hávaxna og sterka leikmenn sem vel geta skotið á markið. Sérlega var það hægri skytta Rússanna, drengur að nafni Dmitrii Kiselev, sem gerði okkar mönnum erfitt fyrir...

Read More

Strákarnir halda áfram þar sem frá var horfið | Á toppnum eftir baráttusigur gegn Aftureldingu

Tveir leikir, tveir sigrar. Toppsætið með 19 mörk í plús. Það er varla hægt að biðja um meira. Strákarnir okkar fara vel af stað í Olísdeildinni þetta árið, en í gærkvöldi lögðu þeir sterkt lið Aftureldingar að velli í hörkuleik. FH-liðið var með frumkvæðið lengst af í leiknum, og þrátt fyrir að sýna góða baráttu þá gátu Mosfellingar ekki sótt 2 stig í greipar þess. Leikurinn var hraður og skemmtilegur frá fyrsta flauti. Jafnt var á meira og minna öllum tölum í fyrri hálfleik, og voru það FH-ingar sem að alla jafna voru fyrri til að skora. Lítið var...

Read More

Upphitun: FH – Afturelding, sunnudaginn 17. september kl. 19:30

Fyrsti heimaleikur FH-inga í Olísdeild karla fer fram annað kvöld, og er sá leikur ekki af verri endanum. Strákarnir okkar taka þá á móti liði Aftureldingar, sem hefur styrkt sig vel í sumar. Það er því um sannkallaðan stórleik að ræða milli tveggja liða, sem eru meðal þeirra allra bestu í deildinni. Afturelding Mótherjar morgundagsins, Afturelding úr Mosfellsbæ, er eitt þeirra liða sem styrkti sig hvað mest fyrir átök vetrarins. Hópur þeirra er stór og góður, og eiga þeir í það minnsta tvo góða leikmenn í hverri stöðu. Eftir að hafa verið nálægt titlum á síðustu leiktíðum eru menn...

Read More

Upphitun: FH – Dukla Prag, laugardaginn 9. september kl. 17:00

Eftir 6 ára bið er Evrópuboltinn kominn í Krikann á ný. Strákarnir okkar tryggðu sér Evrópusæti með frábærum frammistöðum á síðasta tímabili, og nú er kominn tími til að njóta. Þetta eru leikirnir sem menn vilja spila. FH og Dukla Prag, risar í handknattleiksheimi sinna landa, leiða saman hesta sína öðru sinni. Þú vilt ekki missa af þessu. Ferð síðustu helgar til Prag hefði varla getað farið betur. Það væri frekja að ætlast til þess. Á erfiðum útivelli á erlendri grundu leit FH-liðið afar vel út gegn vel þjálfuðum Tékklandsmeisturunum, sem fengu góðan stuðning frá heimamönnum. FH-liðið mætti einfaldlega...

Read More

Nýlegt af Twitter