Höfundur: Árni Freyr Helgason

Upphitun fyrir leik 2 | Nú situr enginn veðurtepptur heima!

Þó að lokatölur gefi annað til kynna, var leikur laugardagsins lengst af jafn eins og úrslitaleikjum sæmir. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem FH-ingar voru með yfirhöndina að mestu. Strákarnir mættu vel stemmdir til leiks, við fengum góða vörn og markvörslu og fram á við voru Óðinn Þór og Einar Rafn stórkostlegir. Við fórum inn í hálfleikinn með eins marks forskot. Í fyrsta leik einvígis á erfiðum útivelli, var það einstaklega vel þegið. Seinni hálfleikur byrjaði vel, við náðum upp þriggja marka forskoti en eftir það fór að halla undan fæti. Það fór að telja, að Ásbjörn Friðriksson var...

Read More

Fyrsti í úrslitum á morgun | Allir í bátana!

Eins og allir ættu nú að vita hefst úrslitaeinvígi okkar manna gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun, laugardaginn 12. maí. Verður flautað til leiks í Höll þeirra Eyjamanna kl. 16:00. Við hvetjum FH-inga til að fjölmenna til Eyja á morgun að styðja við bakið á strákunum okkar! Siglt verður frá Landeyjahöfn, og þ.a.l. er kjörið að gera dagsferð úr leiknum. Búið er að tryggja, að nægt miðaframboð verði fyrir stuðningsmenn FH sem taka slaginn. Hér má bóka far með Herjólfi: https://www.saeferdir.is/ Löndum sigri í fyrsta leik einvígisins! Við erum...

Read More

Með bakið upp við þúsund Hafnfirðinga vegg | Tryggjum okkur oddaleik í kvöld!

Það er hálf erfitt að rifja upp leiki eins og þennan á Selfossi á þriðjudaginn. Stemningin í húsinu var svakaleg, hver og einn einasti Hafnfirðingur söng og hrópaði nánast allan leikinn og þegar maður lítur til baka man maður bara tilfinningarnar. Tilfinninguna fram á síðustu mínútuna að þetta væri alveg að koma. Óstjórnarlegan pirring yfir að alltaf þegar strákarnir gátu komist yfir var það stöngin út eða klaufaleg mistök sem gáfu Selfoss boltann. Stoltið yfir því að strákarnir gæfust ekki upp eftir að hafa verið komnir í hörmulega stöðu sex mörkum undir eftir tuttugu mínútna leik. Leikurinn kristallaðist í...

Read More

Þetta er bara rétt að byrja!

Eftir framlengdan háspennuleik á Selfossi færist undanúrslitaeinvígið í Krikann. Í gærkvöldi máttu strákarnir okkar sætta sig við súrt tap, 36-34, eftir að hafa leitt lengst af í leiknum. Súrt, svekkjandi, já já. Gleymum því. Þetta er bara rétt að byrja. Í 50 mínútur vorum við með þá. Þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir að njóta ekki krafta Gísla Þorgeirs lengur en í 22 mínútur, þegar hann var sendur í sturtu af slökum dómurum leiksins. Þrátt fyrir línuna sem þeir lögðu, sem færði Selfyssingum meira svigrúm heldur en okkar mönnum. Í lokin var það farið að segja til sín, mótlætið sem...

Read More

Annað árið í röð fékk Afturelding rothögg | Strákarnir okkar í undanúrslit!

Staðan er 3-0 fyrir Aftureldingu, þeir fá víti. Svarthvítu hetjunum hefur ekki ennþá tekist að koma tuðrunni framhjá Lárus Helga í marki Mosfellinga, og ekki laust við að kominn væri smá pirringur í stuðningsmenn FH. Gestur Ólafur stígur á punktinn og dúndrar í fyrsta, Ágúst Elí gjörsamlega étur boltann. Allt í einu lifnar yfir FH. Vörnin fór að taka á mönnum almennilega og sóknarleikurinn fann taktinn. Það skaðaði ekki að harður, grófur varnarleikur Aftureldingar fór að uppskera tveggja mínútna brottvísarnir réttilega, stundum fyrir half kómísk brot. Það er eitt að taka á mönnum, annað að kýla sóknarmenn tvisvar í...

Read More

Nýlegt af Twitter