Höfundur: Axel

Lokahóf yngriflokka í knattspyrnu

  Lokahóf yngri flokka FH var haldið þann 10. september sl. en það markar bæði lok síðasta tímabils en um leið upphafið á nýju tímabili. Að venju var margt um manninn á lokhófinu þennan dag en athöfnin er haldin fyrir iðkendur í 5., 6., 7. og 8. flokki auk þess sem aðstandendur þeirra fjölmenna jafnan í Kaplakrikann með krökkunum, enda rótsterkt Kaplakaffi í boði fyrir fullorðna fólkið en pizza og svaladrykkur fyrir hina yngri. Þjálfarar allra flokka fóru stuttlega yfir tímabilið, auk þess sem allir iðkendur fengu glæsilega FH-húfu sem á eflaust eftir að ylja í Risa-kuldanum á komandi...

Read More

Blaðamannafundur í Kaplakrika.

Knattspyrnudeild FH hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl 17:30 í Kaplakrika vegna ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks karla. Það verður heitt á könnunni hérna í Krikanum og er öllum velkomið að mæta og hitta nýjan þjálfara....

Read More

Afmæli FH 15.október

Sunnudaginn 15. október nk. mun Fimleikafélag Hafnarfjarðar fagna afmæli sínu. Í tilefni af því er öllum FH-ingum og öðrum velunnurum boðið að þiggja veitingar í veislusalnum Sjónarhól í Kaplakrika á afmælisdaginn á milli kl: 12-14. Aðalstjórn hvetur alla FH inga til að kíkja við, hittast og eiga góða stund með hvort öðru í tilefni afmælsins. Á sama tíma er leikur St. Pétursborg og FH, leikurinn verður sýndur í Sjónarhól.   #VIÐ ERUM...

Read More

Orri áfram með meistaraflokk kvenna

Orri Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan samning við FH um þjálfun meistaraflokks kvenna á næsta keppnistímabili. Orri hefur hefur þjálfað liðið sl. þrjú keppnistímabil og verður þetta því fjórða ár hans með liðið. Árið 2015 komst liðið upp úr 1. deild í Pepsí deildina undir hans stjórn. Á fyrsta ári liðsins aftur í Pepsí deildinni 2016 lenti liðið í 6. sæti með 17 stig en í sumar tryggði liðið sér 6. sætið með 23 stig sem er nýtt stigamet FH í efstu deild. Það er því mikið ánægjuefni að búið sé að ganga frá ráðningu Orra hjá meistarflokki...

Read More

Ólafur Páll Snorrason hættir sem aðstoðarþjálfari FH

Ólafur Páll Snorrason hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari FH. Knattspyrnudeild FH vill fá að þakka Óla Palla fyrir hans störf hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar. Óli Palli vill einnig fá að koma að þökkum til allra hjá félaginu, leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum fyrir gott samstarf....

Read More

Nýlegt af Twitter