Höfundur: Axel

FH – Braga á fimmtudaginn kl 17:45

Mótherji: Braga  Hvar: Kaplakrika Hvenær: Fimmtudaginn 17.ágúst – 17:45 Miðaverð: 2.000 kr og 1500 kr fyrir Bakhjarla   FH mætir Braga í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en leikið verður í Kaplakrika á fimmtudaginn 17. ágúst. Leikurinn hefst klukkan 17.45 og opnar húsið klukkan 16.45, en á FH-pallinum verða seldir sjóðandi heitir hamborgarar og líf og fjör. Með sigri úr þessari rimmu kemst FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en ljóst er að Braga er með gífurlega öflugt lið. Nú þurfa drengirnir á öllum stuðningi að halda sem völ er á og fara með góð úrslit í síðari rimmuna...

Read More

Guðný Árnadóttir skrifar undir nýjan samning við FH

Í dag skrifaði Guðný Árnadóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, undir nýjan þriggja ára samning við FH. Guðný hefur verið lykilleikmaður í liði FH síðastliðin þrjú ár. Hún lék sinn fyrsta leik með liðinu sumarið 2015 þegar liðið vann sér rétt til þess að leika í úrvalsdeildinni með því að lenda í öðru sæti 1. deildar. Í fyrra spilaði Guðný svo flesta leiki liðsins í úrvaldsdeildinni þegar liðið hélt sæti sínu þar og á yfirstandandi keppnistímabili hefur hún spilað alla leiki liðsins og skorað í þeim fjögur mörk. Á undanförnum þremur árum hefur Guðný spilað 23 landsleiki með u17 ára landsliðinu...

Read More

Jón Páll sendir upphitunarpistill

Ég er heppinn ungur maður. Æska mín litast af því að ég var umvafinn góðu fólki og útkoman af því er sá eðalmaður sem ég er í dag. Dóttir mín, hundurinn Pamela, nýtur nú góðs af því. Í leikskóla var ungrú heimur, Hófi, barnsfóstran mín og þegar Pálmi Píp og Gunna golfari voru vant við látin þá sá amma mín um að halda aga á mér og ótemjunni henni systur minni. Amma okkar var Austur-Þjóðverji og gaf ekki tommu eftir. Ég gleymi því aldrei þegar Ásdís systir var 12 ára og var þyrst og amma átti ekkert nema Heineiken í...

Read More

BIKARÚRSLIT: ÍBV – FH

Laugardalsvöllur. Laugardagurinn 12. ágúst. 16:00. Bikarúrslit. ÍBV-FH. Já, þið lásuð það rétt. Á laugardaginn spilar FH til bikarúrslita í fyrsta skipti í sjö ár og í þriðja skiptið á tíu árum. Þetta er enn einn risaleikurinn þetta tímabilið, en mótherjar okkar í úrslitaleiknum verða Eyjamenn sem eru að leika til úrslita í bikarnum annað tímabilið í röð. Það verður verðugt verkefni og þurfa drengirnir á öllum þeim stuðningi sem hægt er á laugardaginn! Í Kaplakrika verður blásið til fjölskylduhátíðar frá hádegi, en spáð er virkilega góðu veðri á laugardag. Nánari dagskrá má lesa hér að neðan, en við hvetjum...

Read More

FH – Valur þriðjudaginn 8.ágúst

Hvað: Stórleikur FH og Vals í Pepsi-deild karla Hvenær: Þriðjudagurinn 8. ágúst – 19:15 Staðsetning: Kaplakriki Óli Jó og lærisveinar hans í Val koma í heimsókn í Kaplakrika á þriðjudag og nú þurfum við allan þann stuðning sem völ er á. Leikurinn á þriðjudagurinn er mikilvægur leikur í deildinni áður en við spilum til bikarúrslita á laugardag! Pallurinn opnar klukkustund fyrir leik þar sem verða seldir FH-borgararnir frægu og kaldir drykkir verða seldir á pallinum. Nú mæta allir á völlinn og ekki bara mæta, heldur láta vel í sér heyra með Mafíunni og öðrum stuðningsmönnum. Vinnum þennan leik saman...

Read More

Nýlegt af Twitter