Höfundur: Gunnar Smith

FH-ingar sigursælir á Viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH

FH-ingar sigursælir á Viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr FH var valin íþróttakona Hafnarfjarðar 2017. Arna Stefanía varð Íslandsmeistari á árinu og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum 2017 í 400m grindahlaupi í kvennaflokki. Hún varð Norðurlandameistari kvenna í 400m hlaupi innanhúss og vann brosverðlaun á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í 400m grindahlaupi. Arna Stefanía og Sigurður Ólafsson fengu enn fremur sérstaka viðurkenningu fyrir Norðurlandameistaratitla sína á árinu, þ.e. Arna fyrir 400m hlaup innanhúss og Sigurður fyrir stangarstökk...

Read More

Aðventumót FH í frjálsum

Aðventumót FH í frjálsum fer fram laugardaginn 2. desember í Kaplakrika Yngri iðkendur fá að prófa nokkrar greinar frjálsíþrótta í fjórþraut. Fara þau í gegnum 4 greinar. Mótið hefst kl. 9:00 og stendur til ca. 12:00   6-7 ára piltar- greinar 60 m -langstökk – skutlukast og 400 m 6-7 ára stúlkur  – greinar 60 m -langstökk – skutlukast og 400 m 8-9 ára piltar – greinar 60 m -langstökk – kúluvarp og 400 m 8-9 ára stúlkur – greinar 60 m -langstökk – kúluvarp og 400 m   Skráningar verða á mótaforriti FRÍ – hægt er að skrá...

Read More

Gaflarinn 2017

  Fyrsta frjálsíþróttamót vetrarins fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika þann 4. nóvember nk. og fer fram frá 9:00-16:00. Þrautabraut fyrir 6-9 ára byrjar klukkan 9:00 og gert ráð fyrir miklu fjöri og hamagangi. Hefðbundið mót með keppnisgreinum fyrir 10-15 ára auk einstaka greina fyrir eldri keppendur hefst svo að þrautabrautinni lokinni – sjá nánar um greinar í tímaseðli: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionEvents.aspx…. Keppendum og þjálfurum er bent á að skrá sig og sín lið til leiks sem fyrst. Biðlað er til foreldra og forráðamanna að starfa á mótinu eins og fyrri ár en mótið hefur undanfarin ár verið liður í fjáröflun deildarinnar....

Read More

Glæsilegur árangur á Coca Cola móti FH

Mímir Sigurðsson FH setti glæsilegt piltamet í flokki 18-19 ára í kringlukasti á Coca Cola móti FH í gær. Kastaði Mímir 54,43 m og bætti hann piltamet Guðna Vals Guðnasonar um tæpan 1 og hálfan metra. Mímir er á yngra ári í þessum flokki og má búast við enn betri árangri hjá honum á næsta ári. Valdimar Hjalti Erlendsson FH (Valdimarssonar) bætti sig um tæpa 5 metra og kastaði hann lengst 54,54 m með 1,5 kg kringlu,  er hann fjórði besti kringlukastarinn í flokki pilta 16-17 ára, Valdimar er á yngra ári í þessum flokki og byrjaði hann að...

Read More

Skráningar í frjálsar á hausthönn eru hafnar í Nora-kerfinu

Nú er síðsumar runnið upp, eða haust eins og sumir vilja kalla það, og þá hefst haustönnin hjá frjálsum. Flokkarnir hafa verið settir upp í Nora-kerfinu og hægt að skrá iðkendur þar inn í gegnum eftirfarandi slóð: https://fh.felog.is/ Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að ganga frá skráningum sem fyrst og muna eftir niðurgreiðslu bæjarins, sem eru 3.000 krónur. Nánari upplýsingar má finna á æfingasíðu yngri flokkanna og hjá þjálfurunum: Æfingasíða yngri flokka   Með kveðju,...

Read More

Nýlegt af Twitter