Höfundur: Gunnar Smith

Góður árangur á Coca Cola móti FH á laugardaginn

Vigdís Jónsdóttir FH kastaði sleggjunni yfir 60 metra í öllum köstum og vantaði aðeins 6 sm til að setja nýtt Íslandsmet, flott kastsería hjá Vigdísi. Í sleggjukasti stúlkna 16-17 ára setti Guðný Sigurðardóttir FH aldursflokkamet og bætti fjögurra ára gamalt aldursflokkamet Vigdísar Jónsdóttur FH um rúma 3 metra kastaði hún lengst 54,78 m, Rut Tryggvadóttir ÍR kastaði líka yfir eldra metinu og kastaði hún lengst 54,60 m. Kristín Karlsdóttir bætti sig verulega í kringlukasti, kastaði hún lengst í dag 48,90 m og er hún komin í sjötta sæti yfir kringlukastara á Íslandi. Mímir Sigurðsson og Tómas Gunnar Gunnarsson Smith...

Read More

Góður árangur hjá FH-ingum um helgina

Góður árangur náðist hjá tveimur FH-ingum um helgina á erlendri grundu. Hilm­ar Örn Jónsson kastaði sleggj­unni 70,31 metra á háskólamóti í Charlotteville BNA og náði í silfurverðlaun. Hilmar Örn er orðinn öruggur með köst yfir 70 metra og árangurinn gefur góð fyrirheit um það sem koma skal á væntanlegum mótum. Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti á háskólamóti í Arkansas í 100m þar sem hann náði 3. sæti með tímann 10,63sek en því miður var vindur of mikill eða +2,8. Árangurinn er engu síður glæsilegur og ekki langt frá hans besta sem er...

Read More

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni

Sumardaginn fyrsta, 20.apríl n.k. fer fram Víðavangshlaup Hafnarfjarðar. Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 11:00 og verður hlaupið um Víðistaðasvæðið. Allir keppendur frá verðlaunapeninga. Sigurvegarar í flokkum fá bikara. Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ. Boðið verður upp á grillaðar pylsur á nýja grillinu á Víðistaðatúninu frá kl. 12:00 ATH! Ekkert þátttökugjald og skráning á staðnum. Keppt er í eftirtöldum flokkum: Aldur                                                                                            Vegalengd 15 ára og eldri (fædd 2002 og fyrr)                                       ca 2000 m. 6 ára og yngri strákar...

Read More

Framboð til stjórnar frjálsíþróttadeildar FH

Eftirfarandi framboð bárust til frjálsíþróttadeildar fyrir helgi. Þeir sem hafa boðið sig fram til stjórnar frjálsíþróttadeildar FH fyrir komandi starfsár eru: Til formanns frjálsíþróttadeildar: Sigurður Haraldsson Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu til næstu tveggja ára: Magnús Haraldsson, Eggert Bogason, Gunnar Smith og Sigurlaug Ingvarsdóttir. Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til setu í stjórn til eins árs: Steinn Jóhannsson, Helgi Freyr Kristinsson, Sólveig Kristjánsdóttr og Bjarki Valur...

Read More

Fimm Íslendingar keppa á Norðurlandamótinu innanhúss í frjálsum

Fjórir FHingar  taka þátt í Norður­landa­mót­inu inn­an­húss í frjálsíþrótt­um sem fram fer í Tam­p­ere í Finn­landi laugardaginn 11. febrúar. Ísland og Dan­mörk tefla þar fram sam­eig­in­legu liði gegn liðum Nor­egs, Svíþjóðar og Finn­lands. Mótið hefst á morg­un klukk­an 10 að ís­lensk­um tíma og því lýk­ur um klukk­an 17.20. Keppendur frá FH eru: Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir, FH, 400 m hlaup og 4×300 m boðhlaup Ari Bragi Kára­son, FH,  200 m hlaup og auka­hlaup í 60 m Trausti Stef­áns­son, FH, 4×300 m boðhlaup og auka­hlaup í 60 m María Rún Gunn­laugs­dótt­ir, FH, Lang­stökk og auka­hlaup í 60 m   Auk þeirra keppir...

Read More
  • 1
  • 2

Nýlegt af Twitter