Höfundur: Ólafur Svavarsson

Haukar-FH á miðvikudaginn. 19:30

Fyrsta Hafnarfjarðaruppgjör vetrarins verður á miðvikudaginn þegar okkar menn mæta á Ásvelli. Haukar byrjuðu tímabilið illa en hafa rétt úr kútnum í síðustu tveimur leikjum. Haukar unnu Akureyri í síðasta deildarleik og náðu svo jafntefli á móti sænska liðinuAlingsås í Evrópukeppninni. FH-liðið bæði átt góða og slaka leiki það sem af er tímabilinu og er með 5 stig, einu stigi meira en Haukar. Eins og allir vita er alltaf eitthvað sérstakt við leiki FH og Hauka. Oftast er um spennuleiki að ræða og mikla skemmtun og hvetjum við alla FH-inga að fjölmenna á Ásvelli og styðja okkar menn!  ...

Read More

Ólafur Páll ráðinn aðstoðarþjálfari

Knattspyrnudeild FH hefur ráðið Ólaf Pál Snorrason sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ólafur Páll er okkur FH-ingum að góðu kunnur og væntum við mikils af komu hans til félagsins. Um leið vill Knattspyrnudeild FH þakka Guðlaugi Baldursyni fyrir frábær störf fyrir félagið til fjölda ára og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni....

Read More

FH-Selfoss á miðvikudaginn kl. 19:30

FH mætir Selfyssingum á miðvikudaginn kl. 19:30. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en liðið sem sigrar færir sig nær toppsætunum. FH-liðið situr í 5. sæti með fimm stig á meðan Selfoss er með fjögur. Selfyssingar mæta jafnan með mikið af stuðningsfólki með sér í útileiki og því eigum við von á mikilli stemningu á pöllunum. Fyrir leik verður vítakeppni og boltaþrautir fyrir börnin eins og venjulega. Í Sjónarhóli verður svo hægt að kaupa sér gómsæta grillborgara þar sem stórgrillararnir Þorgerður Katrín og Margrét Gauja verða með grillspaðann á lofti. Mætum tímanlega í veisluna – við erum...

Read More

Lokahóf knattspyrnudeildar FH

Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram í Sjónarhól veislusal okkar FH-inga síðasta laugardagskvöld. Sigurreifir FH-ingar fylltu salinn og var stemningin frábær. Sumarið 2016 reyndist afar gjöfult, meistaraflokkur karla í knattspyrnu varð Íslandsmeistari og meistaraflokkur kvenna náði góðum árangri í Pepsi-deild kvenna en liðið endaði í 6.sæti og því rík ástæða til að gleðjast í lok tímabilsins. Eftir að lokahófi lauk fór fram meistaraball í Sjónarhól þar sem þeir Helgi Björnsson og Aron Can trylltu lýðinn frameftir nóttu. Eins og siður er voru ýmis verðlaun á hófinu en verðlaunahafa má sjá hér að neðan: FH-ingur ársins er Jóhannes Long en Jói hefur...

Read More

Bikarinn á loft og meistaraball á laugardaginn

Íslandsmeistarar FH spila sinn síðasta leik þetta tímabilið á laugardaginn þegar Eyjamenn koma í heimsókn, en hefst leikurinn klukkan 14:00. FH tryggði sér tititlinn eftir þarsíðustu umferð, eins og flestir vita, en þetta var annar Íslandsmeistaratitill FH í röð og sá áttundi á síðustu tólf árum. Bikarinn sjálfur fer á loft eftir leik FH og ÍBV í Kaplakrika á laugardag, en gaman væri að sjá sem flesta FH-inga fylla stúkuna í Kaplakrika þegar strákarnir taka á móti titlinum. Fimleikafélagið er fyrsta félagið í efstu deild karla sem ver titilinn síðan FH vann hann bæði árin 2008 og 2009 og...

Read More

Nýlegt af Twitter