Höfundur: Sigurgeir Árni

Evrópuhappdrætti hkd. FH – strákarnir þurfa ykkar stuðning!

Kæri FH-ingur. Það styttist í að handboltinn hefjist og við FH-ingar byrjum með látum. Leikir við Dukla Prag í Evrópukeppninni verður okkar fyrsta verkefni en leikið verður úti í Prag 3 september og í Kaplakrika 9 september. Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni en árangur okkar síðasta tímabil veitir rétt til þátttöku í keppninni. Kostnaður við þátttöku er mikill og eru það leikmenn og þjálfarar sem greiða þennan kostnað alfarið sjálfir. Sala happadrættismiða er stór fjáröflun hópsins og hvet ég alla FH-inga til að styrkja strákana með kaupum á eins og einum-tveimur happadrættismiðum. Aðeins 2.000 kr miðinn. Þetta er svo einfalt, þið bara hringið eða sendið skilaboð á leikmann eða þjálfara mfl karla og kaupið ykkur miða. Einnig er hægt að senda póst á sigurgeirarni@fh.is. Takk fyrir að styrkja strákana. Áfram...

Read More

Guðmundur Pedersen í þjálfarateymi mfl. kvenna

Á dögunum náðist samkomulag á milli hkd. FH og Guðmundar Pedersen um að hann verði aðstoðarþjálfari Roland Eradze hjá meistaraflokki kvenna og 3. flokki kvenna. Gummi Ped er öllum hnútum kunnugur hjá Fimleikafélaginu enda einn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Auk þess er gamla markamaskínan hokin af þjálfarareynslu enda verið í fjölmörgum þjálfarastöðum hjá félaginu mörg undanfarin ár. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að fá Gumma í teymið og bindur miklar vonir við hans störf. Síðastliðinn vetur var Gummi annar þjálfari 4. flokks kvenna sem var Íslandsmeistari fyrir...

Read More

Gísli Þorgeir skrifaði undir nýjan samning við FH í Kaplakrika í dag

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við FH og mun því leika með liðinu í Olísdeildinni næsta vetur. Gísli er fæddur 1999 og er einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins. „Það er ánægjulegt að Gísli Þorgeir verði áfram hjá okkur næsta vetur. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili sem var þó frábært tímabil hjá okkur FH-ingum. Gísli er mjög stórt púsl í þeirri mynd sem við FH-ingar sjáum fyrir okkur í lok næsta tímabils “ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins. Á myndinni má sjá Gísla Þorgeir og Ásgeir Jónsson handsala...

Read More

Jón Bjarni skrifar undir nýjan samning

Jón Bjarni Ólafsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jón Bjarni er 22ja ára gamall og spilar hvoru tveggja hægri skyttu og línu. Auk þess er Jón Bjarni gríðarlega sterkur varnarmaður. „Við erum virkilega ánægðir með að halda Jóni Bjarna í okkar röðum“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkv.stj. hkd FH. „Önnur lið hafa verið að bera víurnar í Jón Bjarna síðustu vikur en hann ákvað að halda tryggð við félagið sitt. Hann er gríðarlega mikilvægur karakter í leikmannahópnum og tók miklum framförum á síðasta keppnistímabili enda leggur hann mikið á sig við æfingar. Við gerum miklar...

Read More

Nýlegt af Twitter