Höfundur: Sigurgeir Árni

Jón Bjarni skrifar undir nýjan samning

Jón Bjarni Ólafsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jón Bjarni er 22ja ára gamall og spilar hvoru tveggja hægri skyttu og línu. Auk þess er Jón Bjarni gríðarlega sterkur varnarmaður. „Við erum virkilega ánægðir með að halda Jóni Bjarna í okkar röðum“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkv.stj. hkd FH. „Önnur lið hafa verið að bera víurnar í Jón Bjarna síðustu vikur en hann ákvað að halda tryggð við félagið sitt. Hann er gríðarlega mikilvægur karakter í leikmannahópnum og tók miklum framförum á síðasta keppnistímabili enda leggur hann mikið á sig við æfingar. Við gerum miklar...

Read More

Árni Stefán með U-lið FH og Guðjón Árnason með 3. flokk karla

Samkomulag hefur náðst við Árna Stefán Guðjónsson um að stjórna ungmennaliði FH á næsta tímabili. Félagið er gríðarlega ánægt að fá Árna Stefán í verkefnið enda hefur hann sýnt og sannað á síðustu árum hversu hæfur þjálfari hann er. Árni Stefán mun að auki halda áfram sem aðstoðarþjálfari mfl. karla en hann hefur verið Halldóri Jóhanni til halds og trausts síðustu ár. FH hefur einnig náð samkomulagi við Guðjón Árnason um að taka að sér þjálfun 3. flokks karla. Guðjón þarf vart að kynna enda goðsögn í Fimleikafélaginu. Hann er leikjahæsti leikmaður FH, fyrrverandi fyrirliði og landsliðsmaður, og margfaldur...

Read More

FH-Valur – Mikilvægar upplýsingar um dagskrá og forsölu!

ÚRSLITALEIKUR UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN FH-Valur Kaplakriki kl. 16. Dagskrá frá kl. 14.30. Forsala er á morgun, laugardag, frá kl. 10-15. – Brjálað stuð úti á pallinum hjá innganginum frá 14.30 — Okkar einu sönnu Friðrik Dór og Jon Jonsson taka lagið — Heimir Rappari, rappar okkur í gang eins og honum einum er lagið — Andlitsmálun — Boltaþrautir fyrir krakkana — Kjötkompanís borgarar, brauð frá Myllunni (Myllan) og grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna (Íslenskt.is) — King Heimir Guðjóns. og hans fylgdarsveinar á grillinu — Emmessís gefur krökkum ís á meðan birgðir endast ÚRSLITALEIKURINN HEFST kl. 16.00 – Alvöru ljósashow með græjum frá...

Read More

Valur – FH kl. 20 í kvöld

VALUR-FH. Fjórði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn! Valshöllin kl. 20. Miðasala er hafin á valur.is Nú ætlum við að tryggja okkur úrslitaleik! Mætum í Valshöllina í kvöld. Hér er smá klippa til að kveikja í okkur FH-ingum!...

Read More

Nýlegt af Twitter