Höfundur: Sigurgeir Árni

FH-UMFA á fimmtudag

Næsti karlaleikur er á fimmtudag (23. mars) gegn Aftureldingu. Leikurinn gegn Gróttu, sem átti að vera í kvöld, var frestað til sunnudags af HSÍ til að koma til móts við Evrópukeppni Vals. Upphitun fyrir UMFA leikinn kemur fljótlega. Við erum...

Read More

Einar Rafn Eiðsson framlengir við FH til ársins 2019

Einar Rafn Eiðsson hefur framlengt samning sinn við okkur FH-inga til ársins 2019. Einar Rafn hefur verið gríðarlega afkastamikill á tímabilinu, hvoru tveggja í markaskorun og stoðsendingum, og erum við FH-ingar virkilega ánægðir að tryggja okkur krafta hans næstu árin. „Það er ánægjulegt að framlengja við Einar Rafn á þessum tímapunkti. Einar Rafn hefur staðið sig feykilega vel með FH og er lykilleikmaður í okkar liði. Við ætlum okkur langt á næstu árum. Við erum að ganga frá langtímasamningum við alla okkar leikmenn og við ætlum einnig að bæta í hópinn. Það munu sterkir leikmenn bætast við okkar lið...

Read More

Skilaboð frá fyrirliðanum!

Kæru FH-ingar, Þegar við í Meistaraflokki FH settum okkur markmið fyrir tímabilið var eitt af okkar stóru markmiðum að komast í FINAL FOUR. Það tókst með því að vinna góða sigra á Akureyri og Fram. Stóri draumurinn hjá okkur er svo að vinna sjálfan bikarmeistaratitilinn, oooooog það er alltof langt síðan FH varð bikarmeistari í handbolta. Næsta verkefni í bikarkeppninni er Valur klukkan 17:15 á föstudaginn. Við höfum æft eins og skepnur í allan vetur til að taka þátt í svona leikjum. Ég get lofað ykkur því að þið sjáið 14 karlmenn í fallegum hvítum FH treyjum leggja sig...

Read More

Skilaboð frá Halldóri þjálfara

Kæru FH-ingar. Mig langar að byrja á því að þakka þann gríðarlega góða stuðning sem við höfum fengið í vetur. Bæði í Krikanum á leikjum og svo líka maður á mann út um allan bæ. Þessi góði stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur fyrir okkar unga lið. Núna höfum við tryggt okkur þátttökurétt í Final Four í Laugardalshöll um næstu helgi. Þetta er án efa stærsti handboltaviðburðurinn á árinu og allir vilja taka þátt, en aðeins fáir útvaldir. Við munum leikja gegn Valsmönnum á föstudag kl. 17:15. Valsmenn hafa verið að leika vel í vetur og eru ríkjandi Bikarmeistarar. Stuðningur...

Read More

Nýlegt af Twitter