Höfundur: Sigurgeir Árni

Skilaboð frá fyrirliðanum!

Kæru FH-ingar, Þegar við í Meistaraflokki FH settum okkur markmið fyrir tímabilið var eitt af okkar stóru markmiðum að komast í FINAL FOUR. Það tókst með því að vinna góða sigra á Akureyri og Fram. Stóri draumurinn hjá okkur er svo að vinna sjálfan bikarmeistaratitilinn, oooooog það er alltof langt síðan FH varð bikarmeistari í handbolta. Næsta verkefni í bikarkeppninni er Valur klukkan 17:15 á föstudaginn. Við höfum æft eins og skepnur í allan vetur til að taka þátt í svona leikjum. Ég get lofað ykkur því að þið sjáið 14 karlmenn í fallegum hvítum FH treyjum leggja sig...

Read More

Skilaboð frá Halldóri þjálfara

Kæru FH-ingar. Mig langar að byrja á því að þakka þann gríðarlega góða stuðning sem við höfum fengið í vetur. Bæði í Krikanum á leikjum og svo líka maður á mann út um allan bæ. Þessi góði stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur fyrir okkar unga lið. Núna höfum við tryggt okkur þátttökurétt í Final Four í Laugardalshöll um næstu helgi. Þetta er án efa stærsti handboltaviðburðurinn á árinu og allir vilja taka þátt, en aðeins fáir útvaldir. Við munum leikja gegn Valsmönnum á föstudag kl. 17:15. Valsmenn hafa verið að leika vel í vetur og eru ríkjandi Bikarmeistarar. Stuðningur...

Read More

Tryggðu þér forsölumiða á FH-Valur!!

  Forsala á leik FH-Vals er komin á fullt! Allur ágóði forsölu fer til FH. Hægt er að kaupa „FH-miðana“ á tvenns konar hátt: a) Forsala miða verður í Krikanum fimmtudaginn 23. febrúar (á skrifstofunni frá 9-16 og í innganginum að Sjónarhóli frá 17-20). Forsala verður líka á föstudaginn til kl. 15 í Krikanum. b) Hægt er að versla „FH-miða“ á tix.is í gegnum ÞESSA tengla: FH fullorðinsmiðar https://www.tix.is/is/buyingflow/specialoffer/ujwr46r6yvvla/ FH barnamiðar https://www.tix.is/is/buyingflow/specialoffer/wq4kkhspqnaby/ VIÐ ERUM FH – VIÐ ERUM FH – VIÐ ERUM...

Read More

SKYLDUMÆTING á föstudag. FH-Valur í bikarnum!!

Kæru FH-ingar! Oft var þörf en nú er nauðsyn. FH leikur sinn mikilvægasta leik á tímabilinu en undanúrslit Coca Cola bikarsins verða n.k. föstudag. Við FH-ingar eigum leik gegn Val kl: 17.15 í Laugardalshöllinni. Leikmenn og þjálfarateymi hafa lagt mikið á sig til að komast á þennan stað og nú þurfum við stuðning FH-inga til að koma okkur á næsta stað, sem er úrslitaleikurinn sjálfur. Það er gríðarlega mikilvægt að allir FH-ingar mæti í Laugardalshöllina á föstudag, upplifi frábæra stemmningu og skemmtun og hjálpi liðinu að ná markmiðum sínum. Við viljum sjá alla FH fjölskylduna mæta í hvítu, skemmta...

Read More

Nýlegt af Twitter