Höfundur: Sigurgeir Árni

Handboltaskólinn sumarið 2018

Í sumar mun handknattleiksdeildin bjóða upp á samtals 6 vikna handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Þetta er í fyrsta skipti sem FH býður upp á sumarhandboltanámskeið í þessu magni og vonum við svo sannarlega að handboltastrákar og -stelpur komi til með að nýta sér þetta tilboð og tryggja þannig að það festi sig í sessi til frambúðar. Kostnaði er haldið í lágmarki en vikan kostar aðeins kr. 5000. Lögð var áhersla á að yngri hópurinn, sem er eftir hádegi, hafi kost á því að ná heilsdags FH-námskeiði í sumar þar sem hann getur verið í knattspyrnuskólanum fyrir...

Read More

Jóhann Birgir skrifar undir nýjan samning við FH

Jóhann Birgir skrifar undir samning Jóhann Birgir Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH.“ Við erum gríðarlega ánægð með að Jóhann Birgir hafi ákveðið að gera nyjan samning við FH.Það voru mörg lið sem vildu fá Jóa en FH hjartað er það stórt hjá drengnum að hann valdi að vera áfram hjá okkur“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. „Við ætlum Jóa stórt hlutverk næstu árin í liði FH“ segir Ásgeir...

Read More

Britney Cots til FH

Britney Cots, tvítug handknattleikskona frá Frakklandi hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og mun leika með liðinu í Grill 66 deildinni næsta tímabil. Britney sem leikið hefur með liði Antibes undanfarin ár er fjölhæfur leikmaður, sterk bæði varnar og sóknarlega og kemur til með að styrkja lið FH mikið. „Virkilega ánægjulega fréttir að búið sé að ganga frá þessu“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins. „Britney kom til okkar í janúar síðastliðnum og æfði með liðinu í nokkra daga, kynntist aðeins andrúmsloftinu og félaginu okkar. Hún heillaðist af umhverfinu sem við bjóðum uppá...

Read More

Aníta og Ragnheiður í FH

Aníta og Ragnheiður í FH Aníta Theódórsdóttir og Ragnheiður Tómasdóttir, ungir og efnilegir leikmenn Stjörnunnar hafa skrifað undir samning við FH og munu því leika með FH í Grill 66 deildinni næsta tímabil. FH ætlar sér stóra hluti næsta tímabil og er stefnan sett upp í Olísdeildina.  “Við erum að skoða frekari styrkingu fyrir meistaraflokk kvenna, það munu fleiri leikmenn koma í FH.”  sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá Anítu, Ragnheiði og Roland þjálfara eftir undirskrift dagsins. Velkomnar í FH Aníta og...

Read More

Birgir Már í FH

Birgir Már í FH Birgir Már Birgisson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við FH. Birgir Már er U-20 ára landsliðsmaður, örvhentur hornamaður sem leikið hefur með liði Vikings undanfarin ár. „Við FH-ingar erum mjög ánægðir með að Birgir Már hafi valið að ganga til liðs við FH, þetta er mikill fengur fyrir okkar félag.“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins. „Birgir Már er metnaðarfullur leikmaður sem ætlar sér langt og við munum gera allt til þess að hjálpa honum við að ná sínum markmiðum. Það segir allt um áhuga okkar og trú á leikmanninum...

Read More

Nýlegt af Twitter