Höfundur: Sigurgeir Árni

FH-UMFA á fimmtudag, þriðji leikur: SKYLDUMÆTING

Mikilvægasti leikur tímabilsins framundan. Núna ætlum við að tryggja okkur í úrslitin. FH – Afturelding Kaplakriki kl. 20.00 Húsið opnar kl. 18.30 Mætum og styðjum. Dagskrá: Grillið verður klárt 18.45 Hamborgarar frá Kjökompaníi, brauð frá Myllunni, grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna og sósa frá E. Finnsson. Á grillinu verða stórgrillararnir, stjörnurnar, fyrrverandi landsliðsmennirnir og MEISTARARNIR: Bergsveinn Bergsveinson, einn albesti markvörður Íslands fyrr og síðar. Sigurður „Stálmús“ Sveinsson, skotfastasti hornamaður Íslandssögunnar. Guðjón „Gaui Árna“ Árnason, leikjahæsti leikmaður FH fyrr og síðar og fyrrv. fyrirliði FH Hálfdán Karl Þórðarson, einn allra besti línumaður okkar FH-inga. Boltaþrautir og andlitsmálun verða á sínum stað....

Read More

FH-Afturelding kl. 20:00 miðv.d. 19. apríl

Lið: FH – Afturelding Hvað: Undanúrslit Olísdeildar karla Hvenær: Miðvikudaginn 19. apríl Klukkan: 20:00 Hvar: Kaplakriki Það er SKYLDUMÆTING á þennan fyrsta leik í undanúrslitum. Fylgist með okkur á samfélagsmiðlum fram að leik og þá sérstaklega á FH-handbolti á facebook – þar er mesta fjörið. Facebook: @fhhandbolti Twitter: @fh_handbolti Snapchat: fhhandbolti Instagram:...

Read More

Heimir Guðjóns og Steini Arndal munu bjóða upp á Truffluborgara á sunnudaginn í tilefni af því að úrslitakeppnin er að hefjast

FH.is heyrði í þeim Heimi og Steina í tilefni af grillveislunni sem þeir ætla að standa fyrir á sunnudaginn í tilefni af fyrsta leiknum í úrslitakeppninni sem er á sunnudaginn þegar FH fær Gróttu í heimsókn í 8 liða úrslitum. Þetta hafði Heimir að segja: ”Það eru kannski ekki margir sem vita það en grillið er minn heimavöllur og ég mun mæta með nokkur trix sem kóngurinn í KJÖTKOMPANÍINU hefur kennt mér. Við Steini munum brydda upp á nýjungum sem hafa ekki þekkst á grillinu í Krikanum. Við munum bjóða upp á truffluborgara fyrir þá sem óska eftir því. Eins...

Read More

FH-UMFA á fimmtudag

Næsti karlaleikur er á fimmtudag (23. mars) gegn Aftureldingu. Leikurinn gegn Gróttu, sem átti að vera í kvöld, var frestað til sunnudags af HSÍ til að koma til móts við Evrópukeppni Vals. Upphitun fyrir UMFA leikinn kemur fljótlega. Við erum...

Read More

Einar Rafn Eiðsson framlengir við FH til ársins 2019

Einar Rafn Eiðsson hefur framlengt samning sinn við okkur FH-inga til ársins 2019. Einar Rafn hefur verið gríðarlega afkastamikill á tímabilinu, hvoru tveggja í markaskorun og stoðsendingum, og erum við FH-ingar virkilega ánægðir að tryggja okkur krafta hans næstu árin. „Það er ánægjulegt að framlengja við Einar Rafn á þessum tímapunkti. Einar Rafn hefur staðið sig feykilega vel með FH og er lykilleikmaður í okkar liði. Við ætlum okkur langt á næstu árum. Við erum að ganga frá langtímasamningum við alla okkar leikmenn og við ætlum einnig að bæta í hópinn. Það munu sterkir leikmenn bætast við okkar lið...

Read More

Nýlegt af Twitter