Ég vil styðja FH

Bakhjarl FH er stuðningsmannakerfi knattspyrnudeildar FH og var stofnað árið 2010 en fyrir það voru til nokkrir FH stuðningshópar. Hugmyndin var að skapa einn stóran og góðan vettvang fyrir þá sem vilja styðja við bakið á rekstur knattspyrnudeildar FH. Einstaklingur getur valið úr 3 leiðum til að vera Bakhjarl FH,

 

FH-ingur

Mánaðargjald fyrir heilt tímabil
kr1000
  •  2 leikir á tímabilinu.
  • 5 kr. afsláttur hjá Atlantsolíu
Gerast FH-ingur

Fjölskyldu Bakhjarl

Mánaðargjald yfir heilt tímabil
kr.4000
  • Gildir fyrir tvo fullorðna
  • 22 leikir á tímabilinu
  •  7 kr. afsláttur á öllum stöðvum hjá Atlantsolíu
Gerast Fjölskyldu Bakhjarl

Þessi stuðningur er ómetanlegur og hefur hjálpað deildinni að komast á þann stall sem hún er í dag og þar sem við viljum að FH sé, á toppnum. Það er því afar mikilvægt að við höfum fjölmennan og góðan hóp Bakhjarla sem styðja liðið í þessari miklu baráttur sem nú fer að hefjast. Það er ekkert launungamál að rekstur knattspyrnudeildar FH hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og hjálpa þessar tekjur að brúa bilið yfir vetrarmánuðina þegar enginn aðgangseyri er fyrir hendi. Þú sem Bakhjarl FH getur sagt stoltur frá því að þú sért meðlimur í FH og styrktaraðili knattspyrnudeildar FH. Án fjöldans og stuðningsmanna FH værum við ekkert. Við erum FH.