Hér má sjá gögn og greinar varðandi aðstöðumál knattspyrnudeildar FH.

 

þörf FH og Hauka

Hér má sjá greinagerð íþróttafulltrúa íþróttafulltrúi greinagerð

Góðir FH-ingar

Það má segja að verið sé að bera í bakkafullann lækinn þegar  ritað er og rætt um þá dapurlegu staðreynd hver aðstaða knattspyrnudeildar FH er í raun og veru.

Undanfarin ár hefur útlistun á bágri aðstöðu okkar  verið sem rauður þráður í skýrslu formanns sem og hefur þar verið talað um að umbætur séu rétt handan við hornið. Því miður hefur ekki neitt af þessu ræst nema það að við sjálf höfum byggt okkur eitt knatthús, þ.e. Dverginn.

Sú staðreynd að FH útvegi um 70% þeirrar æfingaaðstöðu sem við nýtum yfir vetrarmánuðina og að Hafnarfjarðarbær hefur ekki frá því 1999 komið að byggingu aðstöður fyrir knattspyrnudeild FH sýnir í raun þá stöðu sem við erum í.

Það var 2005 sem við tókum Risann í notkun, gerðum leigusamning við Hafnarfjarðarbæ það sem bærinn tók á leigu um 1250 tíma á ári, tíma sem nýta átti til æfinga. Hér var og er um að ræða einfaldann leigusamning þar sem bærin leigir ákveðinn fjölda tíma gegn leigugjaldi, gjaldi sem stendst og hefur staðist samanburð við leigugjald sambærilegrar aðstöðu. FH byggði húsið og hefur staðið straum af öllum byggingaskostnaði og um leið viðhaldi, nú síðast endurnýjum á gervigrasinu. Allar vangaveltur um að bærinn hafi í raun byggt þetta hús eru dauðar og ómerkar.

Við FHingar höfum síðan 2011 kynnt bæjaryfirvöldum á hvern hátt við teljum best að byggja upp þá aðstöðu sem við þurfum, aðstöðu sem er í samræmi við þann fjölda sem iðkar knattspyrnu innan okkar raða og í samræmi við þær framtíðaráætlanir sem við höfum gert. Allr þessar áætlanir ganga út á að fjárhagsleg aðkoma Hafnarfjarðarbæjar sé í raun hlutfallslega lítil, við höfum boðist til þess að eiga 90% í okkar húsum á móti 10% eign bæjarins. Það er með öllu óskiljanlegt að forráðamenn bæjarins hafa hafnað í öllu okkar hugmyndum og hafa í raun ekki komið fram með neinar hugmyndir sem á einhvern hátt geta leyst okkar vanda. Það má velta því fyrir sér hvað yfirvaldi bæjarins gengur til í þessum málum en víst er að ekki eru þau að hugsa um velferð og hagsmuni iðkenda knattspyrnudeldar FH.

Við héldum einn fund í júlí með foreldrum og forráðamönnum iðkenda í yngri flokkum og má segja að upplýsingar um hina raunverulegu stöðu okkar er varðar aðstöðu hafi komið flestum á óvart sem og sú staðreynd að ekki verður haldið áfram að óbreyttu.

Það er ætlun okkar í stjórn knattspyrnudeildar FH að halda stórann kynnirgarfund um þessi mál mánudaginn 28.ágúst n.k.. Það er okkur mikilvægt að allir þeir sem eiga iðkenda í yngriflokkum knattspyrnudeildar FH mæti þar og taki þátt í á hvern hátt við getum brugðist við þeirri stöðu sem við erum undir.

Við munum ná á næstu dögum birta þær upplýsingar sem við höfum yfir þetta mál þannig að fólk geti verið betur undirbúið undir fundinn.

 

Með FH kveðju

Jón Rúnar

 

 

Hér má sjá erindi sem Aðalstjórn sendi inn til Bæjarráðs Hafnarfjarðar síðasta fimmtudag.

KnattspyrnuaðstaðaVH

Eignask.samn. Kaplakrika 17.8.2017

Bréf til bæjarráðs 18.8.2017

HUGLEIÐINGAR UM KNATTSPYRNUAÐSTÖÐU

Við FH-ingar höfum nú um 12 ára skeið rekið knatthús (knattspyrnuskjól) hér í Kaplakrika sem kallað hefur verið Risinn. Risinn er stálgrindarhús með steyptum veggjum að hluta, stálgrindin er klædd með PVC dúkefni (endingartími 40 ár ++++), framleitt af Ferrari. Dúkefnið hleypir í gegnum sig birtu. Gæða gervigras er í húsinu. Undirritaður vill í stuttu máli og almennt lýsa upplifun okkar af rekstri Risans í þessi ár ásamt því að skoða og bera saman þessa gerð húsa við gervigrasvelli utanhúss og einangraðra, full hitaðra knattspyrnuhalla.

  1. Stofnkostnaður (nálgun). Stofnkostnaður knattspyrnuskjóls er 130% dýrara en útivallar (flóðljós og snjóbræðsla) og stofnkostnaður einangraðs húss er 100% dýrara en knattspyrnuskjóls.

(Full vallarstærð: útivöllur 280 millj., knattsp.skjól 650 millj. og knattspyrnuhöll 1.300 millj.)

  1. Rekstrarkostnaður (nálgun). Rekstrarkostnaður útivallar er 35% dýrari en knattspyrnuskjóls. Rekstur knattspyrnuhallar er 150% dýrari en knattspyrnuskjóls. Hér er ekki tekið tillit til kostnaðar við mannahald og umsjón búningsaðstöðu (hluti af öðrum mannvirkjum).

(Full vallarstærð pr.ár: útivöllur 19 millj., knattsp.skjól 14 millj. og knattspyrnuhöll 35 millj.)

  1. Birtuskilyrði og lýsing. Eins og áður sagði hleypir dúkefni Risans í gegnum sig dagsbirtunni og þ.a.l. er notkun raflýsingar óþarfi þegar dagsbirtunnar nýtur við, einnig gerir þetta Risann mjög notendavænan yfir sumarmánuðina.Kronumot 2017 97
  2. Nýting (nálgun). Ef nýting er skoðuð yfir vetrarmánuðina má segja að nýting útivalla sé 70% (æfingum aflýst og æfingar sem ekkert vit er í vegna veðurfars) samanborið við knattspyrnuskjól. Nýtingin útivalla yfir vetrarmánuðina október til og með apríl er á bilinu 50-90%. Sama nýting er á knattspyrnuskjóli og knattspyrnuhöll. Sumarnotkun er á pari ef borin eru saman knattspyrnuskjól og útivellir en segja má að þó að það sé ekkert því til fyrirstöðu að nota knattspyrnuhallir að sumarlagi þá er reynslan hér á landi (Kórinn, Fífan og Egilshöll) sú að notkun knattspyrnuhalla er mjög lítil yfir sumarmánuðina.
  3. Lærdómur og upplifun iðkenda. Ljóst er að upplifun iðkenda í knattspyrnu er allt önnur og ánægjulegri við náttúruleg skilyrði en við raflýsingu. Mjög slæmt veðurfar orsakar neikvæða upplifun á útivöllum og um leið minni lærdóm, getustig stendur í stað19145719_771556546360473_8654809747920346205_n
  4. Hitastig í knattspyrnuskjóli er mjög nálægt hitastigi utandyra og þ.a.l. koma dagar sem hamla iðkun vegna kulda. Reynslan varðandi Risann er nokkuð skýr, þegar lofthiti fer í -5 eða neðar eru æfingar hjá 10 ára og yngri felldar niður, eldri iðkendur klæða kuldann af sér. Ef horft er 5-6 ár aftur má segja að fjöldi niðurfelldra æfinga hjá yngstu iðkendunum sé óverulegur, innan við 1 æfing að meðaltali pr. iðkenda á vetri. Kvartanir vegna kulda í knattspyrnuskjóli koma ekki frá iðkendum, þær koma frá illa búnum foreldrum sem þrjóskast við að horfa á æfingar barna sinna. Hér má kannski bæta við svona meira í gamni en alvöru, kuldinn herðir. Einnig má geta þess að besta deildarkeppni í heimi, Premiership í Englandi er leikin yfir vetrartímann og þar fara alvöru keppnisleikir fram í frosti.19059551_771564536359674_8359453619944380422_n

Ofangreint er byggt á reynslu okkar FH-inga af rekstri Risans, tilboðum sem okkur hefur borist og áætlunum um rekstur og stofnkostnað hinna ýmsu gerða knattspyrnuaðstöðu. Hugleiðingar þessar ber að skoða út frá staðsetningu og veðurfari hér á suðvestuhorninu.

Að lokum vil ég fullyrða að Risinn, „tjaldið“, er lykilþáttur í frábærum árangri knattspyrnunnar í Fimleikafélaginu á 21. öldinni.

 

 

Hafnarfirði 28. ágúst 2017

ÁLYKTUN

 

Fundur foreldra og forráðamanna iðkenda knattspyrnu hjá knattspyrnudeild Fimleikafélags Hafnarfjarðar tekur undir og styður tillögur aðalstjórnar Fimleikafélags Hafnarfjarðar til lausnar á aðstöðuvanda knattspyrnudeildar Félagsins og krefst þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar komi að því að hrinda þeim í framkvæmd eigi síðar en strax.

Það er öllum ljóst sem vilja kynna sér málið að aðstaða til knattspyrnuiðkunar í FH er löngu sprungin og hafa foreldrar og forráðamenn í samráði við félagið í nokkur ár borgað aukalega fyrir aðstöðu sem félagið hefur sjálft byggt upp og staðið straum af. Er nú svo komið að félagið hefur þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að laga æfingar og keppni að þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, með fækkun æfinga og æfinga á völlum í öðrum sveitarfélögum, auk þess verður FH vísað frá vetrarmótum á vegum KSÍ þar sem félagið getur ekki leikið heimaleiki sína á löglegum keppnisvelli. Félagið á með öðrum orðum engan heimavöll undir keppnisleiki.

Það hefur lengi verið ljóst að sú aðgerð myndi ekki duga til framtíðar ein og sér og hefur þess verið vænst í a.m.k. 2 ár að Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við félagið, kæmi að framtíðarlausn á aðstöðuvanda knattspyrnunnar. Félagið hefur lagt fram nokkrar tillögur til lausnar en ekkert hefur gerst. Við það verður ekki lengur unað og því óskar fundurinn eftir svörum og aðgerðum sem kynntar verði eigi síðar en 15. september sem lagðar yrðu svo til grundvallar í fjárhagsáætlunargerð bæjarfélagsins vegna málaflokksins næstu ár.