Hin vinsælu frjálsíþrótta- og leikjanámskeið á vegum frjálsíþróttadeildar FH verða haldin í sumar fyrir sex til tíu ára börn (fædd 2008-2012). Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavellinum og í nýja frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.
Námskeiðin verða sem hér segir:

  1. námskeið 11. júní – 15.júní               kl. 09:00-12:00
  2. námskeið 11. júní – 15.júní               kl. 13:00-16:00
  3. námskeið 18.  júní – 22. júní           kl. 13:00 -16:00
  4. námskeið 18.  júní – 22. júní           kl. 09:00-12:00
  5. námskeið 25.  júní – 29. júní           kl. 13:00-16:00
  6. námskeið 2. júlí – 06. júlí                 kl. 13:00 – 16:00
  7. námskeið 30. júlí – 03. ágúst          kl. 09:00 – 12:00
  8. námskeið 30. júlí – 03. ágúst          kl. 13:00 – 16:00
  9. námskeið 6. ágúst – 10. ágúst         kl. 09:00 – 12:00
  10. námskeið 6. ágúst – 10. ágúst        kl. 13:00 – 16:00

Boðið er upp á barnagæslu milli klukkan 16 og 17 á meðan á námskeiði stendur.

Skráning fer fram í Nora-kerfinu. Auðvelt er að skrá sig í kerfið, en það er gert með þvi að fara á Mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ.
Á námskeiðunum kynnast börnin ýmsum greinum frjálsíþrótta og fara í íþróttatengda leiki.
Lögð er áhersla á að börnin hafi með sér hollt nesti.
Námskeiðsgjald er 6900 kr. vikan og 12.000 kr. fyrir tvær vikur.  2.000 kr. afsláttur er veittur ef skráð er á fleiri en eitt námskeið.
Systkinaafsláttur: Greitt er fullt gjald fyrir eitt barn en veittur er 2.000 króna afsláttur fyrir systkini þess þegar keypt er námskeið í 2 tvær vikur.

Nánari upplýsingar eru veittar á  http://fh.is/frjalsar/ og hjá umsjónarmanni námskeiðanna,
Umsjónarmaður námskeiðanna er Melkorka Rán Hafliðadóttir, netfang: melkorkaran97@gmail.com