Þjálfarar meistaraflokks

Hjá frjálsíþróttardeild FH starfa sjö afar færir þjálfarar sem eru með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Ef þér finnst gaman að hlaupa hratt eða langt, stökkva eða kasta eða jafnvel gera sitthvað af þessu öllu er þér meira en velkomið að hafa samband við þjálfara okkar og prufa æfingu.

Hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um þjálfara okkar.

Hermann Þór Haraldsson, hermannthh@hotmail.com

Hermann Þór Haraldsson íþróttafræðingur sem sér um þjálfun stökkvara- og fjölþrautafólks auk þess að sjá um styrktarþjálfun hlaupara og stökkvara í deildinni. Hermann er auk þess verkefnastjóri frjálsíþróttardeildar FH. Hermann Þór var fjölþrautamaður til margra ára og er því mjög vel að sér í tækniþjálfun. Auk þess að þjálfa hjá FH rekur Hermann Þór líkamsræktarstöðina Elite en þar þjálfar hann margt af fremsta íþróttafólki landsins.
Upplýsingar veitir Hermann á netfanginu: hermannthh@hotmail.com

Sigurður P. Sigmundsson, siggip@hlaup.is
Sigurður P. Sigmundsson þjálfar millivega- og langhlaupara í meistaraflokki. Hann er einn reyndasti og farsælasti millivega- og langhlaupaþjálfari landsins og hefur þjálfað marga af bestu hlaupurum landsins á ferli sínum sem spannar yfir 20 ár. Sigurður sem keppti fyrir FH var á sínum tíma margfaldur Íslandsmeistari og átti hann til fjölda ára Íslandsmet bæði í heilu- og hálfu maraþoni. Sigurður veitir nánari upplýsingar í siggip@hlaup.is.

Milos Petrovicsenta24400@gmail.com, 768-8064

Milos Petrovic þjálfar spretthlaupara og stökkvara í meistaraflokki. Hann er með doktorspróf í stoðkerfisfræðum og endurhæfingarvísindum frá Manchester Metropolitian University auk þess að vera með meistaragráðu í íþróttafræði. Hann hefur víðtæka reynslu af þjálfun um heim allan og hefur komið að þjálfun íþróttamanna á heimsmælikvarða en hann hefur m.a. starfað hjá Manchester City og þjálfað Ólympíulið Malasíu. Milos var öflugur hástökkvari til fjölda ára. Milos veitir nánari upplýsingar í senta24400@gmail.com

Trausti Stefánssontraustistef@gmail.com

Trausti Stefánsson þjálfar spretthlaupara. Trausti er margfaldur Íslandsmeistari og einn besti 200m og 400m hlaupari sem Ísland hefur alið. Trausti bjó um nokkurra ára skeið í Svíþjóð þar sem hann æfði með nokkrum af bestu spretthlaupurum Norðurlanda.
Upplýsingar veitir Trausti á netfanginu traustistef@gmail.com

Bogi Eggertssoneggertssonb@gmail.com

Bogi Eggertsson þjálfar hástökk, stangvarstökk og spjótkast. Bogi er margreyndur keppnismaður í frjálsum íþróttum með sérhæfingu í stökkum og köstum. Auk þess að starfa hjá FH rekur Bogi líkamsræktarstöðina Elite en þar þjálfar hann margt af fremsta íþróttafólki landsins.
Upplýsingar veitir Bogi á netfanginu eggertssonb@gmail.com

Hilmar Örn Jónsson, hilmarorn4@gmail.com,

Hilmar Örn Jónsson þjálfar kastgreinar (kúluvarp, kringlukast og sleggjukast). Hilmar var frjálsíþróttarmaður ársins 2019 og er ríkjandi Íslandsmethafi í sleggjukasti sem setur stefnuna á Ólympíuleikana 2021. Hann er þaulreyndur keppnismaður sem hefur æft með kösturum og verið undir handleiðslu þjálfara á heimsmælikvarða. Hilmar fer vel af stað sem þjálfari og hafa iðkendur hans skilað miklum framförum.

Upplýsingar veitir Hilmar á netfanginu hilmarorn4@gmail.com

 

Upplýsingar um þjálfara yngri flokka má sjá undir Æfingatímar

Æfingagjöld í meistaraflokki eru kr. 9.000- á mánuði ef æft er undir handleiðslu þjálfara en kr. 4.500 ef æft er án þjálfara á vegum frjálsíþróttardeildar FH en aðstaðan nýtt. Veittar eru endurgreiðslur vegna starfa á mótum samtals allt að 3.000 kr. á mánuði sé æft undir handleiðslu þjálfara en kr. 1.500 á mánuði sé æft án þjálfara.