Framboð til stjórnar frjálsíþróttadeildar FH

Eftirfarandi framboð bárust til frjálsíþróttadeildar fyrir helgi. Þeir sem hafa boðið sig fram til stjórnar frjálsíþróttadeildar FH fyrir komandi starfsár eru: Til formanns frjálsíþróttadeildar: Sigurður Haraldsson Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu til næstu tveggja ára: Magnús Haraldsson, Eggert Bogason, Gunnar Smith og Sigurlaug Ingvarsdóttir. Nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til setu í stjórn til eins árs: Steinn Jóhannsson, Helgi Freyr Kristinsson, Sólveig Kristjánsdóttr og Bjarki Valur...

Read More

Upphitun: FH – Valur, undanúrslit Coca-Cola bikarsins, föstudaginn 24. febrúar 2017

FH – Valur í undanúrslitum bikarsins. Bæði lið sjóðandi heit, og allir með tröllatrú á verkefninu. Kunnulegt, ekki satt? Fyrir tveimur árum mættust þessi lið í einum mest spennandi bikarleik sem menn muna eftir. Ísak Rafnsson jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir og endurtók svo leikinn þegar öll von virtist úti í framlengingunni. Að lokum fóru okkar menn með góðan sigur af hólmi og komust í úrslit þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir gríðarsterku liði ÍBV. Staða liðanna í deildinni er svipuð, Valur er búið að vera jójó lið dauðans (orð þjálfara þeirra) í leikjum í...

Read More

Skilaboð frá fyrirliðanum!

Kæru FH-ingar, Þegar við í Meistaraflokki FH settum okkur markmið fyrir tímabilið var eitt af okkar stóru markmiðum að komast í FINAL FOUR. Það tókst með því að vinna góða sigra á Akureyri og Fram. Stóri draumurinn hjá okkur er svo að vinna sjálfan bikarmeistaratitilinn, oooooog það er alltof langt síðan FH varð bikarmeistari í handbolta. Næsta verkefni í bikarkeppninni er Valur klukkan 17:15 á föstudaginn. Við höfum æft eins og skepnur í allan vetur til að taka þátt í svona leikjum. Ég get lofað ykkur því að þið sjáið 14 karlmenn í fallegum hvítum FH treyjum leggja sig...

Read More

Skilaboð frá Halldóri þjálfara

Kæru FH-ingar. Mig langar að byrja á því að þakka þann gríðarlega góða stuðning sem við höfum fengið í vetur. Bæði í Krikanum á leikjum og svo líka maður á mann út um allan bæ. Þessi góði stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur fyrir okkar unga lið. Núna höfum við tryggt okkur þátttökurétt í Final Four í Laugardalshöll um næstu helgi. Þetta er án efa stærsti handboltaviðburðurinn á árinu og allir vilja taka þátt, en aðeins fáir útvaldir. Við munum leikja gegn Valsmönnum á föstudag kl. 17:15. Valsmenn hafa verið að leika vel í vetur og eru ríkjandi Bikarmeistarar. Stuðningur...

Read More
Share This