FH-UMFA á fimmtudag, þriðji leikur: SKYLDUMÆTING

Mikilvægasti leikur tímabilsins framundan. Núna ætlum við að tryggja okkur í úrslitin. FH – Afturelding Kaplakriki kl. 20.00 Húsið opnar kl. 18.30 Mætum og styðjum. Dagskrá: Grillið verður klárt 18.45 Hamborgarar frá Kjökompaníi, brauð frá Myllunni, grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna og sósa frá E. Finnsson. Á grillinu verða stórgrillararnir, stjörnurnar, fyrrverandi landsliðsmennirnir og MEISTARARNIR: Bergsveinn Bergsveinson, einn albesti markvörður Íslands fyrr og síðar. Sigurður „Stálmús“ Sveinsson, skotfastasti hornamaður Íslandssögunnar. Guðjón „Gaui Árna“ Árnason, leikjahæsti leikmaður FH fyrr og síðar og fyrrv. fyrirliði FH Hálfdán Karl Þórðarson, einn allra besti línumaður okkar FH-inga. Boltaþrautir og andlitsmálun verða á sínum stað....

Read More

Góður árangur hjá FH-ingum um helgina

Góður árangur náðist hjá tveimur FH-ingum um helgina á erlendri grundu. Hilm­ar Örn Jónsson kastaði sleggj­unni 70,31 metra á háskólamóti í Charlotteville BNA og náði í silfurverðlaun. Hilmar Örn er orðinn öruggur með köst yfir 70 metra og árangurinn gefur góð fyrirheit um það sem koma skal á væntanlegum mótum. Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti á háskólamóti í Arkansas í 100m þar sem hann náði 3. sæti með tímann 10,63sek en því miður var vindur of mikill eða +2,8. Árangurinn er engu síður glæsilegur og ekki langt frá hans besta sem er...

Read More

Herrakvöld FH 12.maí

Herrakvöld FH föstudagskvöldið 12.maí í Sjónarhól. Dagskráin er að vanda glæsileg. Veislustjóri: Björn Bragi Ræðumaður er Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi forsætisráðherra Uppistand: Sóli Hólm Jóhannes kokkur eldar glæsilega þriggja rétta máltíð. Uppboð á treyjum og glæsilegt happdrætti Almennta miðaverð er 8.900 kr Bakhjarla miðaverð er 7.900 kr Miðasala fer fram í gegnum axel@fh.is eða biggi@fh.is Áfram...

Read More

Nýlegt af Twitter

Share This