Einar Örn, Baldur Logi og Jóhann Þór í landsliðsverkefni

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 og U16 karla hefur valið þá Einar Örn Harðarson, Baldur Loga Guðlaugsson og Jóhann Þór Arnarsson til að taka þátt í æfingahelgi með landsliðunum helgina 17-19.nóvember. Baldur Logi og Einar Örn eru báðir í æfingahóp meistaraflokks karla og komu báðir við sögu með honum síðastliðið sumar. Við óskum strákunum til hamingju og góðs gengis. Áfram...

Read More

Helena og Guðný valdar í U23 ára landslið.

Helena Ósk Hálfdánardóttir og Guðný Árnadóttir hafa verið valdar í æfingahóp u23 ára. Það er sannarlega glæsilegt hjá þeim því Guðný er fædd árið 2000 og Helena árið 2001. Báðar hafa þær leikið lykilhlutverk í FH-liðinu undanfarin ár. Einnig er rétt að geta þess að fulltrúi FH á u16 ára landsliðsæfingum um nýliðna helgi var Andrea Marý Sigurjónsdóttir en hún er fædd árið 2003 og er því 14 ára gömul. Þetta er því sannarlega glæsilegur árangur hjá henni. Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel. Áfram...

Read More

Slæmur fyrri hálfleikur reyndist dýrkeyptur í fyrsta tapi vetrarins

Topplið FH í Olís deild karla mátti í fyrsta sinn sætta sig við tap í kvöld. Voru það Eyjamenn sem urðu fyrstir til að leggja okkar menn að velli í kaflaskiptum leik, en honum lauk 33-34 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá liði FH, sem var með forystuna fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo. Eyjamenn voru þó aldrei langt undan, vanalega munaði 1-2 mörkum á liðunum og allt útlit fyrir hörkuleik til enda. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan jöfn, 11-11, og virtist allt saman vera í jafnvægi. Þá hófst hins vegar sá leikkafli sem í...

Read More

Þórdís Elva í FH

Þórdís Elva Ágústsdóttir skrifaði fyrir helgi undir tveggja ára samning við FH en hún kemur til liðsins frá Haukum. Hún er fædd árið 2000 og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 41 leik með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 2 mörk. Þar af hefur hún spilað 17 leiki í úrvalsdeildinni. Þórdís á einnig að baki 7 landsleiki með u17 ára landsliði Íslands. Þórdís var ánægð að lokinni undirskrift. „Mér líst mjög vel á að vera komin til FH. Það er greinilega metnaður hjá félaginu og ég er viss um að hér geti ég haldið áfram að bæta mig...

Read More
Share This