Foreldar og þjálfarar langþreyttir á aðstöðuleysi

Foreldar og þjálfarar langþreyttir á aðstöðuleysi FH athugar með að byggja sjálft knatthús í Kaplakrika Aðalstjórn Fimleikafélags Hafnarfjarðar hefur hafið athugun á að félagið byggi knatthús í Kaplakrika, en knatthús þetta verður þá þriðja knatthúsið sem félagið byggir. Athugun þessi er sett af stað í kjölfar ályktunar fjölmenns fundar foreldra barna og unglinga sem stunda knattspyrnu í félaginu. Ályktun fundarins var svohljóðandi: Foreldrar á opnum fundi Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og aðalstjórn félagsins að bæta úr aðstöðu til knattspyrnuæfinga og -keppni í Kaplakrika nú þegar. Samkvæmt skýrslu íþróttafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar frá því í maí...

Read More

Upplýsingar fyrir Bakhjarla

Eins og auglýst var fyrir þetta keppnistímabil erum við með nokkrar Bakhjarlaleiðir, árskort, Bakhjarlakort og Platínumkort. Á morgun munum við skipta Sjónarhól upp í tvö rými Platínum og Bakhjarla. Platínum kortahafar verða í salnum næst vellinum þar sem verða léttar veitingar og Bakhjarlar verða í salnum nær bílastæðinu þar sem verða veitingar frá Lemon. Þetta mun segja sig nokkuð sjálft á morgun en við vildum bara láta Bakhjarla- og Platínumkort hafa vita. Sjáumst svo á leiknum á morgun og áfram FH!   Árskort: Gildir sem aðgöngumiði fyrir einn á alla heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018. Verð: 20.000 kr. Kortið...

Read More

FH – KA fimmtudaginn 17.maí

Mótherji: KA Hvar: Kaplakrika Hvenær: Fimmtudaginn 17.maí 2018 Klukkan: 18:00 Næsti heimaleikur er fimmtudaginn 17.maí gegn KA. Það verður eins og síðustu ár opnað á pallinum klukkustund fyrir leik þar sem verða seldir FH-borgararnir frægu og kaldir drykkir verða seldir. Nú mæta allir á völlinn og ekki bara mæta, heldur láta vel í sér heyra. Vinnum þennan leik saman og höldum ótrauð...

Read More

Upphitun fyrir leik 2 | Nú situr enginn veðurtepptur heima!

Þó að lokatölur gefi annað til kynna, var leikur laugardagsins lengst af jafn eins og úrslitaleikjum sæmir. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem FH-ingar voru með yfirhöndina að mestu. Strákarnir mættu vel stemmdir til leiks, við fengum góða vörn og markvörslu og fram á við voru Óðinn Þór og Einar Rafn stórkostlegir. Við fórum inn í hálfleikinn með eins marks forskot. Í fyrsta leik einvígis á erfiðum útivelli, var það einstaklega vel þegið. Seinni hálfleikur byrjaði vel, við náðum upp þriggja marka forskoti en eftir það fór að halla undan fæti. Það fór að telja, að Ásbjörn Friðriksson var...

Read More

Handboltaskólinn sumarið 2018

Í sumar mun handknattleiksdeildin bjóða upp á samtals 6 vikna handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Þetta er í fyrsta skipti sem FH býður upp á sumarhandboltanámskeið í þessu magni og vonum við svo sannarlega að handboltastrákar og -stelpur komi til með að nýta sér þetta tilboð og tryggja þannig að það festi sig í sessi til frambúðar. Kostnaði er haldið í lágmarki en vikan kostar aðeins kr. 5000. Lögð var áhersla á að yngri hópurinn, sem er eftir hádegi, hafi kost á því að ná heilsdags FH-námskeiði í sumar þar sem hann getur verið í knattspyrnuskólanum fyrir...

Read More

Nýlegt af Twitter

Share This