Vetrargleði í Kaplakrika 17.feb

Kæru FHingar, Laugardaginn 17.febrúar verður haldin Vetrargleði í Kaplakrika þar sem stefnan er sett á að foreldar, stuðningsmenn og aðrir aðstandendur FH komi saman og geri sér glaðan dag. Veitingastaðurinn Von stendur fyrir street food stemmingu: * Pulled lamb í tortillu, spicy mæjó og kínahreðka. * Kjúklingasalat í mini pylsubrauði með piparrótar og sinnepsmæjói. * Íslenskt ceviche; lax, rækjur, sýrður rjómi og agúrkur. * Sætar kartöflur, sellerírótarremúlaði og chilli hummus. * Hvítsúkkulaðismjörköka í bitum m/rjóma Tryggvi Rafnsson, FHingur með meiru og skemmtikraftur, stýrir partýinu og sér um að halda okkur við efnið. Hin stórbrotna Saga Garðarsdóttir verður með uppistand...

Read More

Baldur Logi skrifar undir samning við FH

Baldur Logi Guðlaugsson skrifaði undir sinn fyrsta samning við FH í dag. Hann er fæddur árið 2002 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH síðasta sumar gegn Víking R. Baldur Logi spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir U17 á dögunum og þótti standa sig vel. Við FH-ingar bindum miklar vonir við Baldur Loga í framtíðinni....

Read More

Vandræðalaus sigur gegn Víkingi styrkti stöðuna á toppnum

Topplið FH vann enn einn sigurinn í Olísdeild karla í vetur þegar næstneðsta lið deildarinnar, Víkingur, kom í heimsókn í Kaplakrika. Strákarnir afgreiddu þennan leik af mikilli fagmennsku. Fyrsta mark leiksins var Víkinga, en því fylgdu síðan 8 mörk FH-inga í röð. Eftir 10 mínútna leik var leiknum því nánast lokið, augljóst var fyrir hverjum sem leikinn sá að Víkingar myndu ekki hirða stig úr Krikanum í þetta skiptið. Gestirnir minnkuðu muninn úr 7 mörkum niður í 4 mörk um miðjan fyrri hálfleikinn, en sú mótspyrna dugði skammt. Góður varnarleikur og frábær markvarsla Birkis Fannars Bragasonar sá til þess,...

Read More
Share This