Fjölgreinanámskeið FH –  Íþrótta- og ævintýranámskeið FH.

Frjálsíþrótta-, handknattleiks- og knattspyrnudeild FH hafa ákveðið að vera með sameiginlegt námskeið fyrir iðkendur fædda árið 2011-2014 í sumar.

Á námskeiðinu fá iðkendur að kynnast öllum þremur íþróttagreinunum auk þess sem farið verður í stuttar ferðir til að brjóta daginn upp. Með þessu námskeiði erum við að reyna að ná til fleiri iðkenda og kynna það frábæra starf sem er í boði í Kaplakrika allt árið um kring.

Námskeið 1.

  1. – 18.júní – kl. 9 – 12 (4 dagar)

Námskeið 2

  1. – 25.júní – kl. 9 – 12

Námskeið 3

  1. – 2.júlí – kl. 13 – 16

Námskeið 4

  1. – 9.júlí – kl 13 – 16

Námskeið 5

  1. – 6.ágúst – kl 9 – 12 og 13 – 16 (4 dagar)*

Námskeið 6

  1. – 13.ágúst – kl 9 – 12 og 13 – 16

 

Iðkendur mæta í Kaplakrika og þar er þeim skkipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín og kynnast hinum ýmsu íþróttum.

Hægt að fá hádegismat í Kaplakrika og tengja saman frjálsíþrótta, handbolta, fótbolta og fjölgreinanámskeið. Verð fyrir mat í hádeginu er 2500 kr. Boðið er upp á barnagæslu milli klukkan 16 og 17 á meðan á námskeiði stendur. Lögð er áhersla á að börnin hafi með sér hollt nesti.

Námskeiðsgjald er 6500 kr. vikan. (5200 fyrir fjóra daga). Einnig er hægt að borga fyrir stakan dag sem eru 2.000 kr sem hægt er að gera á staðnum. Skráning er í gegnum sportabler.com/shop/fh.

Öll skráning á hádegismat fer fram í Sportabler, ekki hægt að greiða fyrir mat á staðnum.