Hér má sjá helstu ágrip framkvæmda í Kaplakrika frá árinu 1959
1959 – FH úthlutað lóð við Hraunhóla í Engidal.
1964 – FH lendir í skipulagsdeilum við Hafnarfjarðarbæ. Deilan stendur yfir næstu 3 árin.
1967 – FH úthlutað u.þ.b. 6 hektara landssvæði í Kaplakrika.
1968 – Framkvæmdi hefjast þann 15. mars við grasvöll. 10.000 rúmmetrar sprengdir. Þegnskapur FH-inga var einstakur.
1970 – Undirbúningur hafinn að byggingu malarvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
1973 – Malarvöllur og frjálsíþróttasvæðið tekin í notkun. Síðan hefur FH leikið alla heimaleiki sína í knattspyrnu í Kaplakrika.
1975 – Framkvæmdir við grasvöll hófst að nýju og var völlurinn tyrfður um haustið á einni helgi.
1976 – Grasvöllurinn í Kaplakrika vígður 16. júlí.
1983 – Fyrsti hluti grasæfingasvæðis ofan við malarvöllinn tekið í notkun.
1984 – Framkvæmdir hófust við skjólmön, búningsaðstaða og stúka við grasvöll gerð fokheld.
1986 – Annar hluti grassvæðis tekinn í notkun.
1987 – Frjálsíþróttaaðstaða og malarvöllur endurbættur.
1987 – FH áskotnaðist um 250 fm hús, sem var flutt á svæðið og gert að áhaldahúsi m.m..
1987 – Varanleg fundaraðstaða undir stúku tekin í notkun 31. desember.
1988 – Búningsaðstaða í stúkubyggingu tekin í notkun 27. maí. Fundaraðstaða á efri hæð stúkubyggingar tekin í noktun í júní. Nýtt yfirlag á malarvöllinn.
1988 – Malarvöllurinn flóðlýstur.
1989 – Fyrsta skóflustunga tekin að nýju íþróttahúsi 11. febrúar.
1990 – Ein stærstu tímamót í sögu félagsins. Nýtt og glæsilegt íþróttahús og bætt félagsaðstaða tekin í notkun 31. mars. Gengið frá umhverfi knattspyrnuvalla að kröfu UEFA. FH leikur fyrsta Evrópuleik sinn í Kaplakrika.
1991 – Blaðamannaskýli byggt og vígt 8. júní. Þrekæfingaaðstaða í áhaldahúsi tekin í notkun.
1992 – Gufubað í stúku vígt 12. desember.
1993 – Endanlegur frágangur á jöðrum nýs grassvæðis og nýs kastsvæðis lokið. Um það bil 8.500 trjáplöntur gróðursettar.
1994 – Alls 10.000 trjáplöntur á svæðinu haustið 1994.
1994 – Endurbætt þrekæfingaaðstaða í Eimskipafélagshúsinu tekin í notkun í október.
1995 – Girðing sett umhverfis grasvöllinn. Gaflarar gefa leikmannaskýli.
1996 – Vallarklukka sett upp við grasvöll. Hönnun og teiknivinna vegna nýs frjálsíþróttavallar hafin.
1997 – Fyrsta skóflustunga að nýjum frjálsíþróttavelli tekinn 7. júní. Hönnun og teikningar vegna nýs gervigrasvallar hafinn.
1998 – Fyrsta skóflustunga að nýjum gervigrasvelli tekinn 28. febrúar. Nýr og glæsilegur frjálsíþróttavöllur vígður 17. maí. Þrekstöð FH stækkuð verulega.
1999 – Girðing sett umhverfis frjálsíþróttavöllinn. Keypt vél til að hreinsa upp gervigrasvöll og tartanbrautir.