0 – 0 og FH áfram.

0 – 0 og FH áfram.

0 – 0 og FH áfram.

Þá er það ljóst, Fimleikafélagið er komið áfram í aðra umferð í
forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tíðindalítin leik á móti HB í
Færeyjum. Næst er það Hvíta Rússland. Fyrir þá sem vilja skoða verð á
flugi þangað bendi ég á www.dohop.is. Við þökkum Árna Birni kærlega
fyrir SMSin og símtölin.


5 mínútur eftir.
Vantar meiri baráttu í sóknaraðgerðir. Atli kominn inn fyrir Tryggva og Auðun fyrir Tommy.

FH að ná tökum á leiknum   
Seinustu mínútur hefur FH náð að vinna sig betur inn í leikinn og átt góðar sóknir. Ásgeir er kominn inn fyrir Venna.

HB sterkari síðustu mínútur
Síðustu
mínútur hafa HB verið sterkari og eiga miðjuna um þessar mundir. Þeir
pressa vel og áttu gott skot sem Daði varði frábærlega.

55 mínútur liðnar af leiknum
Það
er greinilegt að Óli og Heimir hafa vandað til hálfleiks ræðunar því
liðið er miklu beittara í sínum aðgerðum. Við náðum að skapa okkur fínt
færi á 1. mínútu síðari hálfleiks og Davíð átti svo gott skot á 52.
mínútu. Talsvert meiri hraði en í fyrri hálfleik. HB neita að gefast
auðveldlega upp og hafa átt þó nokkrar skyndisóknir.

Seinni hálfleikur rúllar af stað.
Vonandi
hafa Óli og Heimir lesið yfir mönnum í hálfleik því ef við ætlum að
klára þennan leik með stæl þá þurfum við á betri spilamennsku að halda.
Liðið er óbreytt.

Hálfleikur
Staðan er 0-0 í hálfleik. Undir lok hálfleiks pressuðu HB stíft á okkur.

Dennis nálægt því að skora.
Dennis
átti gott skot að marki HB en markvörður þeirra varði vel. FH hefur
verið að styrkja stöðu sína á vellinum og eru mun líklegri þegar 30
mínútur eru liðnar af leiknum.

20 mínútur liðnar
HB menn hafa heldur sótt í sig veðrið en lítið um alvarleg mærtkfæri hafa litið dagsins ljós hjá hvorugu liðinu.

Fyrstu 10 mínúturnar.
Leikurinn fer rólega af stað, FH þó meira með boltann og er sterkari aðillinn í upphafi.

Leikurinn flautaður á.


Liðið
eins og spáð hafði verið um, nema Dennis kemur inn í stað Ásgeirs.
Stuðningsmenn FH gengu frá sendiráðinu á völlinn í góðri stemningu.

10 mínútur í leik og Færeyingar ekki bjartsýnir.

Eftir
að hafa rúllað yfir væntingar Færeyinga á vef HB þá er greinilegt að
þeir eru ekki bjartsýnir fyrir kvöldið en mestar áhyggjur virðast þeri
þó hafa af “verjuparturin” sem þýðir líklega markvörslu.

Hægt er að lesa nánar um væntingar HB manna á vef www.hb.fo

Nú líður að leik og fyrstu upplýsingar voru að lenda í húsi frá innrásaliðinu í Færeyjum.

“Liðið
er að sjálfsögðu mætt á völlinn og stemningin í hópnum er eins og best
verður á kosið. Stuðningsmenn eru í upphitun í boði Eiðs Guðnasonar
sendiherra.

Líklegt byrjunarlið er eftirfarandi.

  Daði  
Guðmundur Sverrir Tommy Freyr
   Ásgeir  Davíð Sigurvin
Matthías G  Matthías V    Tryggvi 

Næstu fréttir eru væntanlegar uppúr 18.00 þegar leikurin

Aðrar fréttir