11 okt.: ÍR – FH

11 okt.: ÍR – FH

FH fer í Austurbergið á fimmtudaginn og erfiður útileikur býður strákanna, sem töpuðu gegn Fram á heimavelli í síðustu umferð.

Strákarnir þurfa á stuðningi að halda er þeir mæta ÍR á útivelli en liðið hefur styrkt sig gríðarlega frá síðustu leiktíð. Silfurhafarnir frá Ólympíuleikunum í Peking, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson hafa gengið til liðs við liðið.

Þá hefur Björgvin Þór Hólmgeirsson, vinstri skyttan öfluga einnig gegngið til liðs við ÍR, Jón Heiðar Gunnarsson, línumaðurinn sem lék með FH áður en hann hélt til Frakklands gekk til liðs við ÍR í sumar. Hægri hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson gekk einnig til liðs við ÍR frá Íslandsmeisturum HK.

FH gerði jafntefli við Akureyri í fyrstu umferð, vann svo Val á útivelli og tapaði svo í síðustu umferð gegn Fram á heimavelli. Strákarnir vilja að sjálfsögðu bæta upp fyrir tapið í síðustu umferð líkt og ÍR-ingar vilja gera eftir að hafa tapað stórt á útivelli gegn Akureyri.

ALLIR Á VÖLLINN – ÁFRAM FH!

644043_507895622555171_525558153_n

Aðrar fréttir