
12/12 titlum í hús eftir sigur á Íslands- og Bikarmeistaramóti utanhúss
Frjálsíþróttadeild FH varð Íslandsmeistari á MÍ og A-liðið sigraði Bikarkeppni FRÍ 🖤🤍
Meistaramót Íslands fór fram síðustu helgi í júlí og Bikarkeppnin fór fram í gær 12. ágúst og gerðu FH-ingar sér lítið fyrir og unnu allar stigakeppnir á báðum mótum
FH varð Íslandsmeistari karla, kvenna og í samanlögðu því þrefaldur Íslandsmeistari. Einnig varð A-lið FH bikarmeistari karla, kvenna og í samanlögðu og því þrefaldur bikarmeistari
Með þessum árangri hefur FH skilað 12 af 12 mögulegum meistaratitlum í hús og bætt þar með árangur síðasta árs, þegar 11 titlar skiluðu sér í Krikann
MÍ 2023
