2. fl. kv. Bikarmeistarar 2009

2. fl. kv. Bikarmeistarar 2009

Jafnræði var með liðunum og ljóst frá fyrstu mínútu að þetta var FH-Haukar.  Lítið var um færi en þeim mun meiri barátta úti á vellinum.  Í upphafi síðari hálfleiks var Jóhönnu Steinþóru Gústafsdóttur vikið af leikvelli eftir að hafa hlotið sitt annað gula spjald.  Fátt markvert gerðist eftir það og því þurfti að grípa til framlengingar.  Og nú fóru hjólin að snúast.  Haukar pressuðu stíft og með vindinn í bakið en varð lítið ágengt og eins og stundum vill verða þegar lið pressa þá gefst tækifæri til að refsa.  Það gerði bakvörðurinn Ástrós Lea Guðlaugsdóttir Baldurssonar og Helgu Kristínar Gilsdóttir þegar hún bar boltann upp allan völlin og negldi honum upp undir slánna.  Vel gert hjá Ástrósu sem daginn áður hafði leikið 110 mínútur og skorað í vítaspyrnukeppni.  Það sem eftir lifði leiks freistuðu Haukar að jafna og lögðu allt í sölurnar.  Iona Sjöfn markmaður FH varði vel og vörn FH hélt þar til lokaflautið hljómaði Í Krikanum.

Vert er geta þess að í dag voru 3 leikmenn í liði FH þær: Sigmundína Sara, Rakel Birna og Ebba Katrín sem leikið hafa 3 bikarúrslitaleiki á þremur árum og unnið þá alla.  Þær eru á 1. ári í öðrum flokki og sigruðu Bikarinn með 3ja 2007 og 2008.

Til hamingju Jón, Arna, Bidda og kvennaráð sem standa að stelpunum með miklum sóma.

Til hamingu stelpur með frábæran endir á góðu tímabili.

Aðrar fréttir