
2. fl. kv. í Bikarúrslit
Stelpurnar í 2. fl. kvenna tryggðu sig í bikarúrslitaleikinn með 1-0 sigri á sameinuðu lið Fjölnis og Aftureldingar. FH stýrði leiknum á löngum köflum en A/F var á alltaf líklegt. Mark FH skoraði markahrókurinn Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir um miðbik síðari hálfleiks.
FH-stelpurnar mæta Haukum í úrslitaleik en dagur og leikvöllur hafa enn ekki verið ákveðin.
Til hamingju stelpur!