2.flokkur Bikarmeistari og 4.flokkur fékk silfur!

2.flokkur Bikarmeistari og 4.flokkur fékk silfur!

Það var sannkölluð FH-bikarhelgi í Laugardalshöll um helgina og var gaman að sjá hversu margir FH-ingar ákváðu að skella sér í Höllina og sjá unga FH-inga spila. 2.flokkurinn varð Bikarmeistari, en 4.flokkurinn varð að láta sér lynda að fá silfur.

Í hádeginu á sunnudaginn byrjaði veislan. 4.flokkurinn hóf þá leik og voru þeir yfir með einu marki í hálfleik, 11-10. Í síðari hálfleik datt svo botninn úr þessu og endaði leikurinn svo 26-22 fyrir Selfoss. Strákarnir voru hundsvekktir, en FH1 hefur tækifæri til að hefna ófaranna á laugardaginn en þá mætast liðin aftur, nú á Selfossi.

Klukkan sjö hóf 2. flokkur leik. Þeir byrjuðu vel og voru, eins og 4.flokkur, einu marki yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik settu þeir hinsvegar í fimmta gír og voru frábærir, léku á alls oddi í vörn og sókn og maður leiksins í markinu, Sigurður Örn Arnarson, átti stórleik. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en Ólafur Guðmundsson var einnig drjúgur í sókninni líkt og allt liðið. Þeir tóku svo við titlinum við mikinn fögnuð áhorfenda og var mikið gaman hjá strákunum um kvöldið.

1990 árgangurinn var þarna að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik af sjö og hafa unnið þá alla! Ekki amalegur árangur þar á ferð.

 

Aðrar fréttir