2. Flokkur karla í góðum málum eftir sigur á KR

2. Flokkur karla í góðum málum eftir sigur á KR

Í dag komst annar flokkur karla í fyrsta sæti Íslandsmótsins eftir sigur á sterku liði KR. Leikurinn fór fram í hádeginu í Kaplakrika. Það var Hjörtur Logi sem kom FH yfir með marki sem hann setti með miklu harðfylgi, þá átti skoraði Anton Ingi úr víti, en brotið var á Hauk Ólafs innan teigs. Seinasta mark FH skoraði síðan Eiríkur Viljar úr fyrstu snertingu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Úrslitin því FH 3 – KR 2. Með þessum góða sigri hefur FH náð í 6 stig úr tveim leikjum og sitja í topp sætinu ásamt Fram.

Þá er bara að vona að meistaraflokkurinn fari að fordæmi strákana og sigri Keflavík í kvöld. En leikurinn hefst klukkan 20.00 í Kaplakrika.

Aðrar fréttir