2. flokkur kvenna Íslandsmeistari í fótbolta

2. flokkur kvenna Íslandsmeistari í fótbolta

2. flokkur kvenna landaði í gær Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta með frábærum sigri í lokaleik sínum í mótinu. Stelpurnar lögðu Keflvíkinga suður með sjó með fimm mörkum gegn engu. Hugrún Elvarsdóttir og Elín Lind Jónsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í leiknum í gær og Elísabet Guðmundsdóttir kórónaði góðan leik FH-liðsins með fimmta markinu, skömmu fyrir leikslok.

Við óskum stelpunum til hamingju með þennan magnaða árangur sem og þjálfara liðsins, Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Það er þó skammt stórra högga á milli því stelpurnar eru einnig komnar í bikarúrslit þar sem leikið verður í Krikanum 15. september kl. 12.00 og það gegn Breiðabliki. Við hvetjum alla FH-inga til að styðja stelpurnar í bikarbaráttunni enda stefna þær ótrauðar á að vinna tvöfalt í sumar.

Aðrar fréttir