Birna Björnsdóttir sigraði í 800 m á 2:17.13 mín, Eygerður Hafþórsd hljóp á 2:20.99 mín og Rakel Ingólfsdóttir hljóp á 2:28.61 mín (Eyja og Rakel bættu sig) Silja Úlfarsdóttir sigraði í 200 m á 25.45 sek, Ylfa Jónsdóttir varð önnur í 400 m á 59.13 sek og Sigrún Dögg Þórðardóttir hljóp á 61.00 sek, en Ylfa og Sigrún bættu sig báðar. Óðinn Þorsteinsson varð annar í kringlu kastaði 48.25 m og þriðji í kúlu kastaði 15.43 m og bætti sig í kúluvarpinu. Jónas Hallgrímsson kastaði kringlunni 38.89 m og kúlunni 11.43 m, Hilda G Svavarsdóttir bætti sig í Þrístökki er hún stökk 11.47 m. Halla Heimisdóttir varð önnur í kúluvarpi er hún kastaði 11.52 m. Unnur Sigurðardóttir varð fjórða í spjótkasti kastaði 38.82 m (hennar ársbesta). Bjarni Þór Traustason sigraði í langstökkinu stökk 6.61 m og einnig í 100 m hlaupinu á 11.26 sek (4 m/sek í mótvind) Sveinn Þórarinsson varð þriðji á 11.39, Ólafur Sveinn Traustason varð fimmti á 11.52 og óttar Jónsson varð sjöundi á 11.58 sek. Þá sigraði Óli Tómas Freysson 100 m sveina á 12.46 sek.