Sjá Silja og Vignir.

Fimtudagur 18. apríl

Ég þurfti að vakna eldsnemma og pakka niður en Katie kom og sótti mig kl. 6.30 en rútan átti að fara kl. 7. Þessi ökuferð á að taka 8 klst. Við finnum okkur sæti og leggjum í hann. Við stoppum á leiðinni og borðum en annars horfum við á bíómyndir í rútunni og við horfðum á einvherja gamla mynd um einhverja hljómsveit sem var mjög skemmtileg og við horfðum á einhverja aðra mynd sem ég hafði þegar séð. En þegar við komum var klukkan rétt yfir 3 svo þetta tók rétt yfir 7 tíma. En mótið er í Charlottesville, Virginia. En það var smá rigning en alveg ótrúlega heitt, það var yfir 30 stiga hiti en samt skýjað og rigning. Við skelltum okkur á æfingu, ó my god, þegar við sáum völlinn, lítill völlur með 9 þröngum brautum, sleip og hörð og allt var bara svo glatað. En við byrjum að hita upp þegar við sjáum og heyrum í brjáluðum þrumum og eldingum en þær nálguðust svo við þurftum að flýja af vellinum. Er maður í bandaríkjunum eða hvað ??? Jæja en við þurftum að drífa okkur heim til að fara að gera okkur til fyrir bancetið um kvöldið. En ég var bara venjuleg í fína gallapilsinu mínu og flottum hvítum bol, en sumar stelpurnar voru í háhæluðum skóm, sutttu pilsi og topp, en mér fannst það ekki viðeigandi, en sumir verða að fá að sýna sig aðeins. En ótrúlegt en satt þá fengum við mjög góðan mat, sem er jú mjög sjaldgæft, en þetta var mjög skemmtilegt, að hitta alla krakkana og svoleiðis. En þegar við komum heim var fundur og við fengum að vita allar upplýsingar fyrir næsta dag og reyndum að peppa okkur upp. En þetta mót er mjög stórt, þetta er svona eins og bikarinn heima, skólarnir safna stigum og þetta eru skólar eins og Virginia Tec, Clemson, Wake forest, North Carolina, Duke, Maryland og fleiri. Eftir fundinn greiddi Antisha mér og gerði svona vafninga fremst í hárið mitt og kenndi mér að gera það. En það var mjög gott að fara að sofa. ZZZzzzzZZZzz

Föstudagur 19. apríl

Vaknaði klukkan 9 og fór niður og fékk mér góðan morgunmat, en ég virðist ver su eina sem virkilega verð að fá morgunmat. En hausinn á mér var alveg að springa út af þessum vafningum og ég þurfti að taka verkjatöflu til að þola sársaukann út af vafningunum, en ég leysti teygjurnar aðeins og þá leið mér betur. En ég lærði og tók svo bussinn á völlinn kl. 1.30 en þegar við komum þangað þá voru allir að hlaupa frá vellinum, en það var aftur þrumuveður og við þurftum að bíða í klst, þetta er nú meira vesenið. Samt svolítið spennandi ég hef aldrei séð þrumur eins og þessar. En ég hitaði svo upp fyrir 400 m. hlaupið mitt, ég var smá stressuð var á 2. braut, en ég var of róleg. Við fórum með bæn áður en við hlupum, en stelpurnar gera það alltaf, og ég er bara með. Þegar hlaupið byrjaði þá byrjaði ég of hægt, en ég hljóp á 55.15 og varð 3 í mínum riðli, en ég komst í úrslitin og gat þá gert betur. Ég hafði klst til að jafna mig og hlaupa 400 grind, en ég var alveg ótrúlega þreytt eftir þetta hlaup, var enþá mjög þreytt þegar ég fór út á völlinn fyrir grindina, en ég hló bara og vonaði að ég myndi meika allaveganar fyrri 200 metrana. En ég fór of hægt af stað en kom í mark önnur á tímanum 60.11, er alveg að komast undir mínútuna, en þetta var bæting. Við sátum bara og horfðum á afganginn af deginum og það var mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt mót. Um kvöldið var fundur og ég var einmitt að hugsa fyrir fundinn, vá ætlar þessi helgi að ganga án þess að eitthvað drama komi upp?? Nei auðvitað ekki, en ein stelpan sem er búið að vera mjög mikið vesen á hætti í dag í miðju hlaupi og stelpurnar í liðinu þurftu virkilega að fá að vita af hverju hún hætti, og að láta hana biðja afsökunar. En eftir allt þetta drama þá fórum við með bæn saman og ein stelpan sagði bænina og allar stelpurnar fóru að gráta, þetta var reyndar mjög tilfinningarík bæn.

Laugardagur 20. apríl

Vaknaði snemma og fór í morgunmat, vakti Randi herbergisféla