Silja bætti eigið Íslandsmet í 400 m í 22 ára og yngri á háskólamóti í Charlottesville í Virginíu í dag. Silja hljóp á 53,97 sek og varð í þriðja sæti en hún átti gamla metið sjálf en það var 53,98 sek og setti hún í Evrópubikarkeppni landsliða á Nikósíu á Kýpur í fyrravor.

Hún keppti einnig í 400 m grind og bætti sig úr 60.32 sek í 60,11 sek í undanúrslitum. En í úrslitahlaupinu þá varð hún í fjórða og á lakari tíma (örugglega orðin þreytt).