,,Góðir farþegar við munum lenda í Kaupmannahöfn eftir um það bil 25 mínútur.“ Við þessi orð vaknaði ég af værum blundiþar sem ég lá flatur yfir sæti 25 d,e og f. Ég bölvaði flugstjóranum í hljóði þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég næ að sofnaí flugvél. Það er kannski af því að maður hafði 3 sæti. Ég reisti mig upp og leit á félaga mína þá Gauta og Fannar. Fannar lá yfir önnur 3 sæti sofandi en Gauti lét sér nægja eitt með 1000 blaðsíðna doðrant í hendinni.

Við lentum farsællega og þá hófst biðin eftir stöngunum sem hingað til höfðu ekki verið vandamál fyrir utan að koma þeim öllum6 utan á ofan á lítinn Peugeout. Þær skiluðu sér að lokum eftir að við höfðum rætt á dönsku við flugvallarstarfsmenn.

Næst var það síðan lestin af flugvellinum niður á aðallestarstöð, byrjuðum á því að missa af lestinni en náðum næstu, með stangirnar.

Danskir kvenmenn eru greinilega ekki vanar að sjá þrjá myndarlega karlmenn með „5 metra langar stangir“ því allmikla athyglihlutu þessi tól okkar og komust við ekki á hótelið fyrr en mjög seint vegna samræðna við allra þjóða kvenmenn.

Fannar greyið hélt sig nú til hlés þar sem Heiða þjálfari hafði ráðlagt honum að tjá sig sem allra minnst á erlendri tungu.Hann gerði þó heiðarlega tilraun en að lokum voru það Ævar og Gauti sem sáu um talið. Fannar stóð sig hins vegar eins og hetjaí því að bera töskurnar okkar.

En allavega þá erum við nú komnir upp á þetta fína hótel með sundlaug, keilusal, klifurvegg og fleiri afþreyingarsölum.

Á morgun hefur Fannar sett stefnuna á það að verða sólbrúnn á Strikinu (hiti 20 kl. 24;00) og læra tungumál innfæddra.

Ævar og Gauti hafa hins vegar ákveðið að fara í aðeins meiri menningu og fá sér McDonalds.

Seinnipartinn munum við halda yfir til Svíþjóðar, eða allavega reyna það, til að keppa um helgina á Sydsvenska ungdomsspelen semer sterkt mót haldið í Lundi.

En segjum þetta gott í bili. Nú geta allar mömmur hætt að hafa áhyggjur.

Fleiri fréttir af okkur bakkabræðrum síðar.

Kveðja, Ævar