Jón Arnar Magnússon varð í 4. sæti í Talence hlaut 8128 stig .

Jón Arnar hljóp 100 metra í gær á 11,10 sekúndum, stökk 7,63 metra í langstökki, kastaði kúlu 16,25 metra, stökk 1,97 metra í hástökki og hljóp 400 metra á 49,26 sekúndum. Seinnidaginn hljóp hann 110 metra grindahlaup á 14,47 sekúndum, kastaði kringlu 45,47 metra, stökk 4,85 metra í stangarstökki, kastaði spjóti 61,43 metra og hljóp loks 1500 metra hlaup á 5,07:87 mínútum.

Fyrir mótið var Jón Arnar í 2. sæti í Grand Prix tugþrautarkeppninni á eftir Sebrle en þar eru lagðar saman stigatölur úr þremur bestu tugþrautum ársins hjá hverjun einstaklingi á fjórum stærstu tugþrautarmótum ársins: Götzis, Ratingen, EM í Müncen og Talence.

Bæði Pappas og Lobodin fóru hins vegar upp fyrir Jón Arnar í dag.