Björn Margeirsson bætti tæplega vikugamalt Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi þegar hann sigraði á Danska Meistaramótinu sem haldið er í Malmö í Svíþjóð. Björn sigraði í sterkasta riðlinum og fékk tímann 1:52,04 mín, eldra Íslandsmetið var 1:52,13 mín.
Rakel Ingólfsdóttir keppti í 3000 m hlaupi og hljóp á tímanum 11:03,06 og varð sjötta í kvennaflokki.
Annar árangur íslendinga var eftirfarandi:
Sigurkarl Gústavsson UMSB setti íslandsmet í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára í 200 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 22,59 sek í undanrásum. Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki setti drengjamet í undanrásum 200 m hlaupsins, þegar hann hljóp á tímanum 23,30 sek. Kári Steinn Karlsson UMSS setti drengjamet í 3000 m hlaupi, þegar hann hljóp á tímanum 9:17,44 mín. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR varð önnur í 3000 m hlaupi á tímanum 10:14,47 mín. Sunna Gestsdóttir UMSS hljóp á tímanum 25,01 sek í undanrásum 200 m hlaupsins. Stefán már Ágústsson UMSS sigraði sinn riðil í 800 m hlaupi, en varð 6. í heildina æa tæimanum 1.55,52 mín. Ólafur Margeirsson Breiðablik hljóp á tímanum 1:59,71 mín. Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMSS hljóp 3000 m hlaup á timanum 8:48,21 mín. Sverrir Guðmundsson ÍR stökk 4,50 m í stangarstökki.

ljósmyndina tók Sigurjón Guðjónsson