Lyfjamál
Þessi grein var tekin af fri.is.
Lyfjamál, umsókn um undaþágu skilist fyrir 1. ágúst!
Fréttin er af heimasíðu ÍSÍ www.isisport.is.

Á Íþróttaþingi í apríl sl. voru gerðar umfangsmiklar breytingar á lögum ÍSÍ til að samræma þau alþjóðlegum lyfjareglum WADA (World Anti-Doping Code).
Ein mikilvæg breyting sem varð í kjölfarið er að nú er ekki fullnægjandi að framvísa læknisvottorði vegna notkunar berkjuvíkkandi astmalyfja eða insúlíns eftir að viðkomandi íþróttmaður hefur farið í lyfjapróf.
Þess í stað verður nú allt íþróttafólk sem samkvæmt læknisráði neytir efna af bannlista WADA að skila inn umsókn um undanþágu fyrirfram. Kynning á undanþáguferlinu var send til allra sambandsaðila ÍSÍ (héraðssambönd, íþróttabandalög, sérsambönd, íþróttafélög og deildir) í lok maí. Þann 1. ágúst verður því liðinn sá 2 mánaða aðlögunartími sem Lyfjaráð ÍSÍ ákvað að veita því íþróttafólki sem þarf að sækja um undanþágur vegna notkunar berkjuvíkkandi astmalyfja eða insúlíns.
Eftir 1. ágúst eiga þeir sem ekki hafa skilað inn undanþágu og taka þátt í lyfjaeftirliti yfir höfði sér refsingu. Því er hér ítrekað mikilvægi þess að sambandsaðilar tryggi að ofangreindar upplýsingar hafi verið kynntar öllum íþróttamönnum sem æfa og keppa á þeirra vegum, svo og öðrum sem starfa á þeirra vegum og þurfa starfs síns vegna að kunna skil á þeim lyfjum og aðferðum sem bannað er að nota í tengslum við íþróttaiðkun.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á Lyfjavef ÍSÍ.