Þórey Edda Elísdóttir er í lokaundirbúningi fyrir Olympíuleikana.
Þórey Edda Elísdóttir er ekki í Bikarliðinu þetta árið, en hún einbeitir sér að Olympíuleikunum í Aþenu og vonum við að undirbúningurinn gangi vel og óskum við henni alls hins besta. Síðasta mót hennar fyrir Olympíuleikana er í Póllandi sunnudaginn 8. ágúst. Síðan taka við æfingar og fer hún til Aþenu 17. ágúst.