Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona úr FH komst í úrslit í 200 og 400 metra hlaupi á ACC háskólameistaramótinu í Chapel Hill í Norður Karólínu í gærkvöld.

Hún varð sjöunda í undanrásum í 200 metra hlaupinu á 24.59 sek. og þriðja í undanrásum í 400 metra hlaupinu á 54.89 sek. Úrslitahlaupin verða í kvöld.

Fréttin er af ruv.is