Frjálsíþróttanámskeið FH sumarið 2005
Í sumar verða haldin frjálsíþrótta- og leikjanámskeið FH fyrir alla krakka 6-11 ára.

Í sumar verða haldin frjálsíþrótta- og leikjanámskeið FH fyrir alla krakka 6-11 ára.

Námskeiðin verða eftir hádegi frá kl. 13-16 og boðið verður upp á gæslu til kl. 17 ef þess þarf.

Á námskeiðunum verður lögð áhersla á skemmtilega leiki auk þess sem farið verður í flestar greinar frjálsra íþrótta.

Við lok hvers námskeiðs verður pizzuveisla og fá þá allir þáttakendur viðurkenningarskjal fyrir þáttökuna.

1.námskeið 7.-16. júní
2.námskeið 20.júní – 1.júlí
3.námskeið 4.-15. júlí
4.námskeið 8.-19.ágúst

Hvert námskeið kostar 3000 kr.

Umsjón námskeiðanna er í höndum Silju Úlfarsdóttur landsliðskonu í frjálsum íþróttum.

Skráning fer fram á staðnum fyrsta dag hvers námskeiðs eða með tölvupósti á aevar@box.is.

Nánari upplýsingar gefur Ævar í síma 868-9346