Þátttakendur koma frá 19 félögum og héraðssamböndum víðsvegar af landinu, en flestir keppendur eru frá FH eða 33, 17 eru frá Breiðabliki og UFA, 15 koma frá ÍR og UMSE.
Samtals eru í skráningar í greinar 813 sem þýðir að hver keppandi keppir að meðaltali í rúmlega 4 keppnisgreinum á mótinu.

Mótið er bæði einstaklings- og stigakeppni milli félaga, þar sem keppt er um bikara í öllum þremur aldursflokkum, beggja kynja og í heildarstigakeppni 12-14 ára.

Mótið hefst á laugardaginn kl. 10:00 og stendur til kl. 17:30.
Á sunnudaginn hefst keppni einnig kl. 10:00 og er síðasta grein á dagskrá kl. 15:25.
Það er frjálsíþróttadeild FH sem sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni.

Allar nánari upplýsingar um mótið s.s. keppendalista, tímaseðil og keppendur í greinum verður að finna í mótaforriti á heimasíðu FRÍ http://fri.is/