Í meyjaflokki varð árangurinn eftirfarandi:
Ragnheiður Anna Þórsdóttir sigraði mjög örugglega í kringlukasti og kúluvarpi. Eva Hrönn Árelíusdóttir sigraði í 80 m grindahlaupi og varð í öðru sæti í 100 m hlaupi. Iðunn Arnarsdóttir varð í öðru sæti í hástökki, Kristrún Helga Kristþórsdóttir varð önnur í spjótkasti. Sveit FH varð þriðja í 1000 m boðhlaupi í sveitinni voru Dóra Hlín Loftsdóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Eva Hrönn Árelíusdóttir. Heiður Ósk Eggertsdóttir varð áttunda í langstökki, Sólveig Margrét Kristjánsdóttir varð fimmta í 400 m hlaupi og Hildur Ingadóttir varð fimmta í 1500 m hlaupi.
Í sveinaflokknum varð árangurinn eftirfarandi:
Sindri Sigurðsson varð annar í 100 m hlaupi og Sverrir Eyjólfsson varð annar í kúluvarpi. Magnús Hagalín Ásgeirsson varð þriðji í 400 m hlaupi, Kristján Sigurðsson varð þriðji í kringlukasti og sveit FH varð þriðja í 1000 m boðhlaupi í sveitinni voru: Þorkell Einarsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Magnús Hagalín Ásgeirsson og Sindri Sigurðsson. Magnús Hagalín Ásgeirsson varð fjórði í 100 m grindahlaupi, Bogi Eggertsson varð fjórði í spjótkasti og 5-7. í hástökki, Sindri Sigurðsson varð fimmti í langstökki og Haraldur Tómas Hallgrímsson varð sjötti í 1500 m hlaupi.

Keppnislið FH var eftirfarandi:
Ásthildur Erlingsdóttir, Bogi Eggertsson,Dóra Hlín Loftsdóttir, Eva Hrönn Árelíusdóttir, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Haraldur Tómas Hallgrímsson, Heiður Ósk Eggertsdóttir, Hildur Ingadóttir, Hugrún Björk Jörundsdóttir, Iðunn Arnardóttir, Kristján Sigurðsson, Kristrún Helga Kristþórsdóttir, Magnús Hagalín Ásgeirsson, Matthías Davíðsson, Pálmar Gíslason, Ragnheiður Anna Þórsdóttir, Sara Úlfarsdóttir, Sindri Sigurðsson, Sólveig Margrét Kristjánsdóttir, Sverrir Eyjólfsson og Þorkell Einarsson.