Valgerður Heimisdóttir, FH, setti Hafnarfjarðarmet í maraþonhlaupi í Berlín 25. sept. sl. er hún hljóp á 3:19:04 klst. Hún átti áður 3:48:19 frá því árið 1999 í Mývatnsmaraþoni. Valgerður hljóp með Sigurði Pétri, manni sínum, sem var að fagna 20 ára afmæli Íslandsmetsins (2:19:46) sem hann setti í Berlín 25. september 1985. Valgerður hljóp mjög jafnt og öruggt hlaup, fyrri hlutann á 1:37:59 og seinni hlutann á 1:41:05. Hlaupið gekk vel í alla staði þó svo hitinn hafi verið kominn í 20-22°C seinni helminginn. Nánari frásögn af hlaupinu og aðdraganda þess er að finna á hlaup.is undir „Hugrenningum Sigurðar P.“