Kæru FH-ingar, nú er síðasti séns að taka þátt í frábærum leik því hópleikurinn er byrjaður og enski boltinn hefur sjaldan verið skemmtilegri og þá þýðir ekkert annað en að byrja að spá í leikina og vera með í skemmtilegum leik. Undanfarin 13 ár hefur verið starfrækt getraunaþjónusta á laugardögum í félagsheimili okkar í Sjónarhóli.

Keppnin stendur yfir í 15 vikur og tvær verstu vikurnar detta út, þannig að 13 bestu vikurnar gilda sem loka skor.
Verðlaunin fyrir hópinn sem lendir í fyrsta sæti eru frábær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Úrval Útsýn (flug, hótel og miði á leikinn). Leikurinn er þannig að hóparnir tippa á seðil vikunnar, skila inn röðum til okkar á laugardögum í Sjónarhól frá kl:12-13, en einnig er hægt að hringja í síma 697-9520 (Elvar) eða á tölvupósti elvar@thi.is

Algengasta leikkerfið sem er notað er 144 raðir (=1.440kr.), en þetta
kerfi gefur möguleika á að tvítryggja fjóra leiki og þrítryggja tvo.
Röðin kostar aðeins 10 krónur og er ekkert hámarks eða lágmarksgjald.

*FH er með besta liðið, bestu stuðningsmennina og nú er kominn tími
til að vera bestir í tippinu. *

Með FH kveðju,

Umsjónarmenn Getraunaþjónustu FH:

Elvar Ægisson og Arnar Ægisson