B-lið 4.flokks
karla gerði heldur betur góða hluti um síðustu helgi þegar þeir gerðu sér lítið
fyrir og sigruðu á þriðja móti vetrarins, sem haldið var í Austurbergi. Strákunum
hafði gengið upp og ofan í vetur og lent í 3. sæti á fyrstu tveimur mótunum.En
strákarnir hafa æft gríðarlega vel að undanförnu og árangur helgarinnar kom
okkur þjálfurunum ekki á óvart. Mótið byrjaði reyndar ekki vel fyrir okkar menn,
því fyrsti leikurinn tapaðist fyrir ÍR með einu marki. En strákarnir létu það
ekki á sig fá og sigruðu næstu þrjá leiki á móti Haukum, KA og KA 2.Í þessum
leikjum sýndu drengirnir frábæran karakter. Spiluðu frábæran varnarleik sem
skilaði sér í góðum hraðaupphlaupum. Stemmningin og leikgleðin skein af strákunum
og var virkilega gaman að fylgjast með þeim. Sóknin var síðan ágæt allan tímann
þótt að ýmislegt megi bæta þar.


Hrósa verður
strákunum fyrir þennan árangur, þeir eru svo sannarlega að uppskera árangur
erfiðisins og eru til alls vísir í síðustu mótunum, ef þeir halda áfram á sömu
braut. Til hamingju strákar!

 

Nr. Félag                   Leik  U  J  T   Mörk    Nett Stig
 1. FH                         4  3  0  1   66:52     14    6
 2. KA 2                       4  3  0  1   87:68     19    6
 3. Haukar                     4  2  0  2   76:71      5    4
 4. ÍR                         4  2  0  2   73:80     -7    4
 5. KA                         4  0  0  4   61:92    -31    0

 

Einar og Steini